Sjávarútvegsráðherra á hraðvali hjá LÍÚ

Það er orðið nokkuð augljóst að Sjávarútvegsráðherra er ekki að taka ákvarðanir um fiskveiðar sem byggja á vísindalegum niðurstöðum, eða ákvarðanir sem virða rétt annara þjóða til veiða úr sameiginlegum fiskistofnum eins og Makrílnum.

Í fréttum í dag kemur fram að Sjávarútvegráðherra, Jón Bjarnarsson hafi ákveðið að auka hlutfall Makríls í 20% innan um síld. Það er líklega það hlutfall af Makríl sem sjómenn hafa verið að fá í síldina undanfarna mánuði, ef eitthvað er að marka fréttir.

Það sem er þó merkilegast við þessa fréttir er sú staðreynd að fyrir nokkrum dögum var LÍÚ að væla yfir því að of mikill Makríll væri í síldinni, og vegna þess hversu hlutfallið væri lágt í reglugerðinni um síldveiðar, þá væri ekki hægt að veiða síldina vegna Makríls. Þessu hefur Sjávarútvegsráðherra nú reddað með nýrri reglugerð. Að mínu mati er þetta engin tilviljun, enda hafa hagsmunaaðilar (LÍÚ) væntanlega haft samband við Sjávarútvegsráðherra og beðið hann um að redda þessu, sem og hann svo gerði í dag.

Fréttir af þessu máli.

Makríll og síld í flestum togum
Mikið af stórri síld og makríl
Makríll étur undan öðrum nytjastofnum

Leyfilegt að veiða meiri makríl