Spilltir þingmenn, og tilraun til þess að þagga niður í umræðunni

Á Íslandi er mikið af spilltu fólki, bæði hugarfarslega og efnahagslega. Þetta spillta fólk vill fyrir alla muni koma í veg fyrir frjálsa umræðu á Íslandi, sérstaklega frjálsa nafnlausa umræðu um málefni dagsins. Ástæður þessa liggja í augum uppi, nafnlaus umræða bíður upp á þann möguleika á að fram komi upplýsingar sem eru beinlínis skaðlegar hagsmuni viðkomandi einstaklinga sem hérna er um að ræða. Þetta sannaðist vel þegar lánabók Kaupþings lak í upphafi Ágúst 2009, með þeim afleiðingum að lögbann var sett á fréttastofu RÚV, sem ætlaði sér að fjalla um umrædda lánabók. Umræðan um að banna nafnlausa umræðu á internetinu er sprottin upp hjá þessu fólki, aðrir taka þátt í þessari umræðu án þess að uppgötva hvaðan hún er kominn. Það eru alltaf dónar í nafnlausri umræðu, en ringningin er líka alltaf blaut, hvort sem manni líkar betur við það eða verr. Allar tilraunir til þess að þagga niður í nafnlausri umræðu er ekkert nema tilraun til ritskoðunar og þöggunar.

Þingmenn koma inn í þetta mál með beinum hætti, enda er augljóst að flestir þingmenn unnu á öðrum störfum áður en þeir komust inn á þing. Því miður er það svo að ferill margra þessara þingmanna eru beintengdir íslenska bankahruninu, annaðhvort beint eða óbeint. Ég ætla að fjalla hérna um gott dæmi um þingmann sem er beintengdur íslenska bankahruninu, og hann er svo beintengdur íslenska bankahruninu að bankinn sem hann var í forsvari fyrir á sínum tíma er núna í rannsókn hjá Sérstökum Saksóknara Bankahrunsins.

Umræddur þingmaður heitir Tryggvi Þór Herbertsson, og er einnig bloggari á fréttavefnum Eyjunni.

Tengsl hans við Íslenska bankahrunið má rekja á mjög stuttan hátt. Hann tók beinan þátt í því sem forstjóri Askar Capital, sem er núna í rannsókn hjá Sérstökum Saksóknara vegna meintra lögbrota á löggjöf bankans á lögum um íslenska banka, og góða viðskiptahætti. Sem alþingismaður þá hefur Tryggvi þinghelgi, en með réttu, þá ætti Alþingi að svipta Tryggva þessari þinghelgi svo hægt sé að rannsaka þátt hans í bankahruninu. Ennfremur þá á að krefjast þess að Tryggvi Þór gefi upp allar upplýsingar sem hann hefur um Askar Capital, og hlutverk sitt þar. Það er einnig nauðsynlegt að Tryggvi Þór var aðstoðamaður Geirs Haarde um tíma, rétt áður en allt bankakerfið hrundi á Íslandi. Í mínum huga er alveg augljóst að það er engin tilviljun að Tryggvi hætti hjá Askar Capital rétt áður en allt hrundi.

Það er því óþolandi að Tryggvi Þór skuli ekki vera sviptur þinghelgi, svo hægt að rannsaka þátt hans í bankahruninu og komast að því hvaða upplýsingar hann býr yfir sem tengjast bankahruninu beint. Þingmenn á Íslandi verða að hætta að njóta þeirrar verndar sem þeir gera í dag, annars er ekki hægt að koma í veg fyrir spillingu í viðskiptalífinu, sem hefur alltaf náin tengsl við Alþingi og þingmenn sem þar starfa á hverjum tíma. Það er til lítils að uppræta spillingu útí þjóðfélaginu, ef hún er ekki upprætt á Alþingi á sama tíma.

Afsakanir Tryggva Þórs eru því lítið annað en tilraun til þess að henda sandi í augun á fólki, svo að það sjái ekki sannleikan um hann og hans spillta feril.