Íslenska þjóðernisbólan

Á Íslandi í dag er gangi risastór og ljót þjóðernisbóla. Þessi þjóðernisbóla heimskunnar og fáfræðinar veldur því að fólk er að taka afstöðu með rotnum hálfvitum í samtökunum Heimssýn (Heimssýn er þessa dagana stutt af skattpeningum almennings í gegnum Bændasamtökin, þetta er auðvitað ekkert nema gróf misnotkun Bændasamtakana á peningum bænda), en eins og flestir ættu að átta sig á. Þá er Heimssýn ekkert annað en samtök fólks sem þola ekki útlendinga, og vilja helst loka landinu í einhverri útópíudraumsýn sem á ekkert skilt við raunveruleikan. Síðast þegar íslendingar reyndu lokuðu leiðina, þá staðnaði allt á Íslandi í marga áratugi, með innflutningshöftum, gjaldeyrishöftum og fleiri höftum og bönnum. Í þessu umhverfi spratt upp mikil spilling, þessi spilling var orðin svo mikil að í dag eru íslendingar ekki ennþá lausir við hana. Meira en 50 árum síðar.

Eftir síðasta haftatímabil, þá tók það íslendinga yfir 30 ár að komast yfir það. Hinsvegar eru ennþá til leyfar af þessu haftatímabili ennþá til staðar. Þau ummerki er að finna í vöruverði á Íslandi sem er mun hærra á Íslandi og miðað við nágrannalöndin, síðan eru vörugjöldin séríslensku leyfar þessa tíma þegar ekkert mátti flytja inn fyrr en eftir röfl og leiðindi.

Leiðin útúr þessum höftum, og til þess að ganga endanlega frá ljótum þjóðernisbólum hérna á landi er að ganga í ESB. Annars er hætt við því að einangrunarsinnar hafi betur og hreinlega loki Íslandi í tilraun til einangrunarstefnu sem þeim augljóslega dreymir um, og hefur dreymt um síðan árið 1969, þegar einangrunarstefan var lögð af á Íslandi, með inngöngu Íslands í EFTA, og síðar var dregið ennþá meira úr þeirri einangrunarstefnu með inngöngu í EES. Sem einangrunarsinnar mótmæltu hástöfum, en sem betur fer komist ekki upp með að fella málið á Alþingi á sínum tíma.

Að hafna aðild Íslands að ESB mun þýða efnahagslega stöðnun í einhvern tíma, hversu langan tíma er erfitt að segja til um. Gengisóstöðugleikinn mun ennþá vera til staðar ef Íslendingar ganga ekki í ESB, enda er alveg augljóst að krónan er mjög óstöðugur gjaldmiðill, og nýtur ekki trausts erlendis og það mun taka marga áratugi að byggja aftur upp traust á krónni sem gjaldmiðli. Á meðan mun almenningur þjást vegna óstöðugs verðlags, hárra vaxta og verðtrygginar, sem er óumflýjanleg í slíku efnahagsumhverfi, en þetta efnahagsumhverfi yrði mjög svipað og það efnahagsumhverfi og ríkir á Íslandi í dag.

Íslendingar eiga að hugsa um aðild að ESB í áratugum, ekki næstu 5 árum. Það er stöðugleiki sem mun byggja upp efnahag Íslands og gera fólki fært að búa á Íslandi svo mannsæmandi sé. Íslendingar hafa nú þegar reynt þá leið sem andstæðingar ESB vilja halda í, og sú leið hefur ekki virkað og mun ekki virka.