Íslendingar leita að óvinum og finna þá

Íslendingar hafa tekið upp mjög slæma siði eftir banka og efnahagshrunið á síðasta ári. Íslendingar hafa tekið upp á því að leita sér að óvinum, og hafa jafnan fundið þá án vandamála. Enda er einfalt að búa til óvini, þar sem engir eru.

Þessa stundina eru óvinirnir Bretar, Hollendingar, IMF, ESB, Norðmenn og fleiri aðildar sem hafa ekki farið eftir hugdettum hrokafullra íslendinga í einu og öllu. Gallin við þetta er auðvitað sú staðreynd að þeir sem búa sér til óvini, þar sem engir eru. Enda vinalausir og allslausir á endanum.

Íslendingar gleyma þó eina raunverulega óvininum sem þeir eiga. Þeim sjálfum. Það er nefnilega staðreynd að íslendingar eru sínir eigin mestu óvinir. Enda hefur það sýnt sig að íslendingar hafa reglulega tekið ákvarðanir sem kosta þá mikla hagsmuni til lengri tíma. Slíkt hefur slæm áhrif fyrir kjör almennings til lengri tíma, eins og íslendingar þekkja vel í dag, og hafa þekkt í gegnum söguna.

Að mínu mati er því skynsamlegast að samþykkja aðildarsamning að ESB þegar hann liggur fyrir. Það gengur ekki að íslendingar vinni gegn sínum eigin hagsmunum, eins og hefur verið gert undanfarna áratugi.

One Reply to “Íslendingar leita að óvinum og finna þá”

Lokað er fyrir athugasemdir.