Dómstólaleiðin í Icesave málinu er lokuð og hefur verið þannig lengi

Margir íslendingar og stjórnmálamenn (og ráðherrar og forsætisráðherra) vilja halda í leiðina til þess að stefna Icesave fyrir dómstóla síðar meir ef í ljós kemur að íslendingar eiga ekki að borga Icesave ábyrgðarmálið. Það er tvennt í þessu sem er byggt á röngu mati. Það fyrsta er auðvitað dómstólaleiðin, sú leið hefur verið lokuð í rúmlega ár núna eftir að bæði íslendingar, bretar og hollendingar höfnuðu þeirri leið fyrir ári síðan. Íslendingar höfnuðu þeirri leið sem bretar og hollendingar vildu fara, og síðan höfnuðu íslendingar þeirri leið sem bretar og hollendingar vildu fara, eftir því sem ég kemst næst. Þannig að samkvæmt alþjóðalögum, þá höfnuðu allir aðilar dómsstólaleiðinni. Dómstólaleiðin mun reyndar opnast aftur ef allt Icesave gjaldfellur á íslenska innistæðutrygginasjóðinn, en kostnaðurinn við þá leið er það mikil að hún er í raun ófær að mínu mati, og annara.

Það er síðan ólíklegt að mínu mati að þetta verði einhverntíman metið þannig að íslendingar hafi ekki átt að borga Icesave skuldbindinganar, eins og Jóhanna forsætisráðherra hefur verið að halda fram undanfarið. Slíkt sýnist mér einfaldlega ekki byggja á neinu haldbæru. Þar sem bankar munu alltaf starfa á ábyrgð ríkja, til þess að koma í veg fyrir bankaáhlaup og til þess að koma í veg fyrir að bankakerfið standi veikum fótum.

Á þessu síðasta atriði flaskar Sigurður Líndal Lagaprófessor allsvakalega að mínu mati í nýrri grein eftir hann í Fréttablaðið. Þetta eru allt saman atriði sem ættu að vera Sigurði Líndal vel kunn, en af einhverjum ástæðum, þá kýs hann að hunsa raunveruleikan og fara frekar útá brautir skáldskapar og spuna.

Íslendingar verða að borga Icesave, við höfum einfaldlega ekkert val þar um og höfum í raun aldrei haft. Þó virðist þetta ekki vera neitt hrikaleg upphæð sem lendir á íslendingum, en samkvæmt fréttum gærdagsins þá er sú upphæð 75 milljarðar auk vaxta.

2 Replies to “Dómstólaleiðin í Icesave málinu er lokuð og hefur verið þannig lengi”

  1. Eitt af skilyrðum í lögum Alþingis um ríkisábyrgð er að Ísland geti leitað réttar síns, þótt síðar verði. Fallist Bretar og Hollendingar á lögin er dómstólaleiðin opin.

    Geri þeir það ekki og falli krafan á ábyrgðarsjóðinn 23. október, þurfa kröfuhafar að sækja rétt sinn fyrir Héraðsdómi. Þá er dómstólaleiðin líka opin.

    Þó að 90% fáist upp í kröfur þurfa Íslendingar samt að borga 405 milljarða. Lánið, sem Bretar og Hollendingar vilja ríkisábyrgð á, ber vexti frá 1. janúar 2009, sem núna eru um 100 milljónir á dag. Þessi kostnaður gufar ekki upp þótt ríkisstjórnin reyni að fegra Icesave í óðagoti.

    Jafnvel þótt 100% fengjust upp í kröfur þyrftu Íslendingar að borga 326.530 milljónir í vexti af (óþörfu) láninu, sé miðað við að stærstur hluti eignanna komi upp í höfuðstól í lok 7-ára „skjóltímans“. Það er útilokað að við sleppum svo vel að þurfa ekki að borga meira en 75 milljarða.

    Hvers vegna ríkisstjórnin er að búa til þessa glansmynd er mér hulin ráðgáta. En Sigurður Líndal hefur mikið til síns máls.

  2. Íslendingar verða að falla frá þessu dómsstóla skilyrði, annað er ekki hægt. Annars mun ekki semjast og 800 milljarðar falla á ríkið og allt mun stöðvast á Íslandi, með tilheyrandi vandræðum fyrir íslendinga og fyrirtæki á Íslandi.

    Vaxtakostnaðurinn er alltaf þekktur, hvort að það fáist eitthvað upp í hann er síðan annað mál.

    Mér þykir afskaplega ólíklegt að bretar og hollendingar fallist á að dómstólaleiðina. Þar sem að tíminn fyrir slíkt er löngu liðinn, og íslendingar höfnuðu þeirri leið þegar hún stóð til boða fyrst þegar þetta mál kom upp.

Lokað er fyrir athugasemdir.