Hægri og vinstri öfgamenn í Icesave umræðunni á Íslandi

Ég ætla ekki að ræða Icesave málið beint í þessari færslu, það er útrætt að minni hálfu. Niðurstaðan varð sú að íslendingar eiga að borga í samræmi við yfirlýsingar sínar (sem Davíð Oddsson og Árni Matt þáverandi Fjármálaráðherra skrifuðu undir). Það er hefur einnig komið fram að líklegt er að 90% af eignum Landsbankans gangi upp í Icesave skuldina. Þá eru reyndar vextir ótalið, en þeir munu teljast vera rúmlega 300 milljarðar í það hæsta.

Það sem vekur hinsvegar áhuga minn eru viðbrögð hægri manna (sem samþykku Icesave þegar þeirra menn voru í ríkisstjórn), sérstaklega þó öfgafólks á bæði hægri og vinstri væng stjórnmálanna á Íslandi. Þetta fólk er á móti Icesave, en hefur ekki nein haldbær rök fyrir afstöðu sinni svo að ég hef séð. Rökin að við eigum ekki að borga eru ekki gild rök, enda tilfinningarök, og eru ekki haldbær. Þetta fólk vælir núna eins mest og það getur yfir nýjum Icesave samningi við Bretland og Holland (samkvæmt mbl.is, sem þó legg ekki mikinn trúnað í þessa stundina). Sem er þó betri en hin niðurstaðan, en það er að 800 milljarðar falli á Tryggingasjóð Innistæða, sem yrði þá gjaldþrota og skuldin mundi öll falla á íslenska ríkið. Það liggur einnig fyrir að mál milli þjóða eru meðhöndluð öðruvísi en mál einstaklinga og fyrirtækja. Þetta virðist almenningur á Íslandi ekki gera sér ljóst.

Það er einnig staðreynd að íslendingar hafa ekki samþykkt lögsögu Alþjóða Dómstólsins (vefsíðan þeirra er hérna) í Haag, ef íslendingar hefðu gert það. Þá hefði verið hægt að senda málið þangað, beint og án vandamála. Íslendingum er því einum að kenna að ekki var hægt að senda málið þangað, okkar eigin hroki og frekja kom í veg fyrir þann möguleika.

Ábyrgðin á Icesave liggur hjá íslendingum, sama hvað öfgamenn á Íslandi segja. Gildir þá einu hvort að þeir eru til hægri eða vinstri í stjórnmálum.