Stríðið gegn nafnleysi á Íslandi nær til löggjafans

Það er greinilegt að stríðið gegn nafnleysi á Íslandi hefur náð nýjum hæðum. Núna á að setja í ný fjölmiðlalög greinar sem hafa þann einn tilgang að útrýma nafnleysi á internetinu. Útskýring Menntamálaráðherra er þessi hérna.

Haft er eftir Katrínu Jakobsdóttur, menntamálaráðherra, að þetta verði jafnvel til þess að umræðumenning á netinu breytist til batnaðar. ‘Ég reikna með því að miðlarnir muni í framhaldi gera kröfu um að þeir sem vilji skilja eftir ummæli gefi upp rétt nafn. Enda á það að vera hin almenna regla,’ segir hún.

Þessi útskýring er sú sama og Morgunblaðið gaf upp þegar mbl.is fór að krefjast þess að fólk gaf upp fullt nafn við fréttabloggið hjá sér. Niðurstaðan af þeirri tilraun var mjög einföld. Virkaði einfaldlega ekki, og fólk sem virkielga vildi tjá skoðanir sínar nafnlaust gerði það engu að síður, eða einfaldlega flutti sig eitthvert annað. Það er einnig tilhneging á Íslandi að túlka lög útúí öfgar, oftar með þeim afleiðingum að notkun þeirra verður önnur en upphaflega er ætlast til af þeim (Dyflinarreglugerðin er besta dæmið um öfgafulla túlkun á lögum).

Það er því augljóst að hérna eru öfgahópar innan VG, sem Katrín Jakobsdóttir virðist því miður tilheyra. Vera að gera tilraun til þess að þagga niður í nafnlausri gagnrýni á internetinu á Íslandi. Þessi grein lagana má og á ekki að lýðast, þar sem svona lagagreinar eru hættulegar lýðræðinu og upplýstri umræðu. Sérstaklega í samfélagi eins og á Íslandi, þar sem það getur beinlýnis verið hættulegt fyrir fólk að tjá sig undir fullu nafni ef það er í milvægum starfi. Það er einnig augljóst að svona löggjöf mundi drepa, og er sérstaklega beint gegn umræðuborðum (forums) hverskonar á íslenska internetinu. Þar sem fólk á slíkum spjallborðum er yfirleitt alltaf nafnlaust.

Það verður að stoppa þessa grein í nýjum fjölmiðlalögum nú þegar, annað er ekki boðlegt að mínu mati.

Frétt Eyjunnar.

Ákvæði í nýju fjölmiðlafrum- varpi stefnt gegn nafnlausum ummælum við fréttir vefmiðla