Auðvitað vilja þeir fiskin okkar

Auðvitað vilja Frakkar og Þjóðverjar fiskinn okkar, og eru örugglega tilbúnir að borga gott verð fyrir hann. Íslendingar munu auðvitað þurfa að veiða fiskinn sjálfir, enda geta hvorki þjóðverjar eða frakkar veitt fisk í Íslenskri lögsögu úr þeim fiskveiðistofnum sem teljast staðbundnir í lögsögu Íslands. Jafnvel eftir inngöngu í ESB.

Fréttaflutningur Pressunar og DV af því að íslendingar þurfi að opna fiskimiðin er villandi, ef hreinlega ekki rangur. Þar sem augljóst er að önnur lönd innan ESB munu ekki fá fiskveiðiréttindi í Íslenskri lögsögu meira en núverandi heimildir segja til um, sjá þar fiskveiðisamning Íslands og ESB hérna. Síðan eru það auðvitað veiðar úr fiskveiðistofnum sem skiptast milli landa sem hérna er einnig um að ræða, þá Makríl og aðrar fiskitegundir.

Fréttir Pressunar og DV. Þessi fréttaflutningur er villandi að mínu mati.

Frakkar og Þjóðverjar: Ísland fær ekkert gefins í aðildarviðræðum, þið verðið að opna fiskimiðin
Frakkar og Þjóðverjar vilja fiskinn okkar

Frétt EurActiv.com sem frétt Pressunar og DV byggja á.

France, Germany ponder Iceland EU accession fallout