Samið var um Iceasve í fullu umboði og samkvæmt yfirlýsingum stjórnvalda haustið 2008

Ólíkt því sem Davíð Oddsson heldur fram í ritstjórnargrein Morgunblaðsins núna í dag. Þá var samið um Icesave í fullu umboði ríkisstjórnarinnar, enda hafði fjármálaráðherra skrifað undir yfirlýsingu þess efnis að samið yrði um Icesave skuldina. Undir þetta skrifaði líka Davíð Oddsson, sem á þeim tíma var seðlabankastjóri Seðlabanka Íslands. Hægt er að sjá þá undirskrift hérna, og þarna eru einnig nánari útskýringar á undirskriftunum.

Þær eftirá útskýringar sem Davíð Oddsson kemur með hérna eru ekkert annað nema tilraunir Davíðs til þess að gera sig saklausan af Icesave og efnahagshruninu á Íslandi. Enda er mér farið að gruna að Davíð hyggi á hefndir og ætli sér að fara aftur í stjórnmálin á Íslandi.