Krónan hans Steingríms J. (Fjármálaráðherra)

Það var fránlegt að heyra yfirlýsingar Steingríms J. í fréttum Stöðvar 2 um íslensku krónuna og hina meintu hjálp sem þessi króna á að hafa veitt íslendingum í kreppunni. Það var sérstaklega vont að hluta á þessa þvælu vegna þess að staðreynd er sú að íslenska krónan er einhver sá mesti skaðvaldur sem íslenskt efnahagslíf hefur orðið fyrir á undanförnum áratugum. Enda sést það best þegar sagan er skoðuð að stjórnmálamenn á Íslandi hafa verið reyna að ná niður vaxtastiginu hérna á landi síðan árið 1980 (bendi á sögubækur um Ísland sem heimild), þá eftir að íslendingar tóku tvö núll af krónunni vegna verðbólgu fyrir árið 1980. Í dag veldur krónan því að íslenskir húsnæðiseigendur þjást vegna verðtryggðar krónu. Enda er augljóst að fólk sem er með verðtryggð húsnæðislán getur ekki borgað þessi húsnæðislán niður vegna þessa að þau hækka í takt við verðbólguna á Íslandi.

Fyrir utan vaxta ógöngur íslensku krónunnar. Þá hefur íslenska krónan einnig valdið því í dag eru ríkjandi gjaldeyrishöft á Íslandi. Eitthvað sem þekkist ekki í nágrannalöndunum, og mun ekki þekkjast í nágrannalöndunum. Ofan á þetta bætist einnig sú staðreynd að íslenska krónan er verðbólguhvetjandi, enda hefur verðbólgan á Íslandi yfirleitt verið langt fyrir ofan verðbólguna í nágrannalöndunum.

Síðan má ekki gleyma þeirri kjaraskerðingu sem íslenska krónan veldur íslendingum. Þá bæði með hárri verðbólgu, en einnig með gengisfalli krónunnar gagnvart erlendum gjaldmiðlum. Síðan kreppan skall á Íslandi þá hafa nágrannalöndin farið að skríða úr kreppunni, en íslendingar eru á sama tíma að grafa sig dýpra í kreppuna og eru líklega að lengja kreppuna um 5 til 10 ár, jafnvel meira ef fleiri heimskulegar ákvarðanir verða teknar á næstu mánuðum af hálfu íslendinga. Það er ennfremur ljóst að það ástand sem krónan skapar útflutningsfyrirtækjum dugar þeim eingöngu í skamman tíma, og það lítur út fyrir að tíminn fyrir hin íslensku útflutningsfyrirtæki sé að renna út þessa dagana mjög hratt. Enda er alveg augljóst að útflutningsfyrirtækin geta ekki framleitt vörur sínar á Íslandi ef rekstarumhverfið þeirra er handónýtt hérna á Íslandi.

Það er því tóm þvæla sem Steingrímur J. Fjármálarherra heldur fram í frétt Stöðvar 2, sérstaklega í ljósi þess sem sagan segir okkur um framgang og virkni íslensku krónunnar síðustu áratugi. Reyndar er dómur sögunnar miskunarlaus og án nokkurs vafa. Íslenska krónan er handónýt og íslendingar eiga að taka upp annan gjaldmiðil sem fyrst, og helst vinna að því skipulega og í samvinnu við ESB núna í dag. Þeir kostir sem Steingrímur J. Fjármálaráðherra telur sig hafa fyrir kostum krónunnar eru augljóslega ekki staðar þegar sagan og staðan í dag er skoðuð. Enda er augljóst að fullyrðingar Steingríms J. eru ekkert minna en uppspuni sem hafa nákvæmlega enga stoð í raunveruleikanum. Það virðist sem að Steingrímur J. vilji ekki sjá þennan raunveruleika í blindri andstöðu sinni við ESB, sem byggir ekki á neinu öðru en úreltri hugmyndafræði Steingríms J. og annara andstæðinga ESB um stöðu Íslands í samfélagi þjóðanna. Hugmyndafræði sem er jafn skaðleg íslendingum og hin íslenska króna.

Frétt Stöðvar 2 (Vísir.is).

Steingrímur vill halda í krónuna – ósammála Mats Josefsson