Gömul brögð sjálfstæðisflokksins og framsóknarflokksins

Sú aðferð sjálfstæðisflokksins og framsóknarflokksins að væla um einhver gögn sem líklegast skipta ekki neinu máli varðandi Icesave málið sjálft er gamalt bragð. Þetta bragð var nefnilega notað í Júlí síðasta sumar þegar ESB umsóknin var til umræðu.

Þá var nákvæmlega sama bragð notað til þess að tefja umræðuna um aðildarumsóknina að ESB. Alveg eins og núna eru þessir flokkar að tefja umræðuna um Icesave málið á Alþingi. Sú tilraun mistókst, alveg eins og þessi tilraun sjálfstæðisflokksins og framsóknarflokksins til þess að tefja Icesave málið mun mistakast núna.

Það verður hinsvegar að segja að Icesave málið er hvorki sjálfstæðisflokknum eða framsóknarflokknum til framdráttar. Enda hefur þetta mál sýnt það, og sannað að þessir flokkar hafa engan áhuga á málefninu, heldur aðeins til þess að ná völdum á Íslandi og koma í veg fyrir rannsókn á hruninu sem varð á Íslandi árið 2008. Hversvegna hreyfingin tekur þátt í þessum skrípaleik veit ég ekki, en augljóst má vera að gömlu stjórnarflokkanir hafa líklega boðið hreyfingunni eitthvað í staðinn fyrir andstöðuna við Icesave.