Kostnaðurinn við hugsanlegan „sigur“ InDefence hópsins

Það kom fram í fréttum Rúv eða Stöðvar 2 núna í kvöld að InDefence lítur svo á að þeir hafi unnið fullnaðarsigur ef Forseti Íslands hafnar því að skrifa undir lögin á breytingar á núverandi Icesave lögum, og í kjölfarið muni Bretar og Hollendingar segja upp þessum samningum.

Það sem enginn hefur þó haft fyrir að hugsa útí, eða spurja sjálfan sig hver kostnaðurinn af þessum sigri InDefence verður, ef Forseti Íslands neitar að skrifa undir lögin um breytingar á núverandi Icesave lögum, og Bretar og Hollendingar segja upp Icesave samningum í kjölfarið.

Hver er kostnaður íslendinga við það að nágrannaþjóðirnar hætta að stunda viðskipti við okkur, og kaupa útflutningsvörur okkar. Hver er kostnaðurinn við það að öll hátæknifyrirtæki íslendinga flytji frá landinu í kjölfarið á svona ástandi. Ég hef enga tölu, en mig grunar að talan sé talsvert hærri en sem nemur kostnaðinum við Icesave, sem er þó aðeins rúmlega 10 til 20% af skuldunum íslendinga í kjölfarið á efnahagshruninu.

Mér sýnist sem svo að margir íslendingar hafi ekki hugsað þetta mál til enda, þess í stað hefur fólkið látið teyma sig á asnaeyrunum í múgæsingu og vitleysisgangi í boði InDefence hópsins. Eins og þekkt er orðið, þá er InDefence hópurinn ekkert nema samstarf sjálfstæðisflokksins og framsóknarflokksins, það sést á mannavalinu sem kemur fram fyrir InDefence hópinn.

2 Replies to “Kostnaðurinn við hugsanlegan „sigur“ InDefence hópsins”

  1. Sæll Jón.

    Vildi bara benda þér á að InDefence hefur ekkert með þessa frétt að gera. Við höfum ekkert gefið út um mögulegar afleiðingar þess að Ólafur samþykki eða synji, né heldur erum við í þessari baráttu til að „sigra“ eins og þú orðar það. Ég bendi þér á að lesa og hlusta á fréttir sem þú bloggar um.

  2. Kjaftæði, það kom fram hjá talsmanni InDefence í fréttum að ef Bretar og Hollendingar segðu upp Icesave samningum þá væri það fullnaðarsigur að mati InDefence. Ég bara man ekki í hvorum fjölmiðlinum þetta kom fram, og fréttin virðist ekki komin á internetið þessa stundina.

Lokað er fyrir athugasemdir.