Ábyrgðarlaus hegðun Forseta Íslands

Hegðun Forseta Íslands er hrikalega ábyrgðarlaus um þessar mundir. Þessi tilraun hans til þess að krækja sér í vinsældir, og til þess að skrá sig í sögubækurnar er eingöngu til þess fallin að enda illa. Bæði fyrir Forseta Íslands og íslensku þjóðina þegar á reynir. Staðreyndin er sú að þær fáu ákvarðanir sem forsetinn getur tekið samkvæmt stjórnarskrá getur haft mikil áhrif líf íslendinga á næstu árum.

Núna þykist forsetinn vera hæfur til þess að skamma matsfyrirtækið Fitch fyrir að færa lánshæfi Íslands niður í ruslflokk. Staðreyndin er að forsetinn hefur engar forsendur til þess að skamma Fitch, eða getu til slíks. Þessi málflutningur hans er því ekkert nema eintóm froða. Forseti Íslands er búinn að valda nægum skaða, núna er kominn tími til þess að hann haldi kjafti.

Það er einnig nauðsynlegt að benda á þá staðreynd að íslendingar komu með svona svör þegar bent var á hættuna á gjaldþroti íslensku bankana árin 2006 og 2007. Þá voru þetta viðbrögð íslendinga, afneitun og skammir til þeirra sem bentu íslendingum á óþægilegan sannleikann.

Frétt Pressunar af hegðun forseta Íslands.

Forsetinn hraunar yfir Fitch: Vorum kjánar að trúa því að þetta væri virðingarvert fyrirtæki

9 Replies to “Ábyrgðarlaus hegðun Forseta Íslands”

  1. Sammála, menn ættu að passa sig á hrokanum, höfum svo sannarlega ekki efni á honum lengur. Eins illa og mér var við þessa ákvörðun hans og er dauðhrædd við afleiðingarnar ef þjóðin hafnar samningnum þá finnst mér eitt, og bara eitt, jákvætt við þetta.

    Með þessu móti neyðist þjóðin loksins til að taka ábyrgð á gjörðum sínum, sem svo sannarlega löngu orðið tímabært. Hún mun ekki geta skýlt sér bakvið vonda ríkisstjórn, landráðamenn á þingi eða óhæfan forseta. Þjóðin mun fá það sem meirihluti þjóðarinnar vill og bera sjálf ábyrgð á afleiðingunum.

  2. Forseti segir:

    „Þetta er sama fyrirtæki og gaf íslensku bönkunum toppeinkunn 2007 og 2008. Við hér á Íslandi vorum kannski kjánaleg að halda að þetta væri virðingarvert fyrirtæki, því það hafði kolrangt fyrir sér.“

    Algjörlega rétt hjá honum! Þetta Fitch dót gefur lánshæfismöt eftir pöntunum og þiggur mikla peninga fyrir. Svo hefur engin verið að endurfjármagna lán hér frá bankahruni því það er allt í rúst. Þannig að hverju breytir þetta?

    Ég er engin aðdáandi ÓGR en hér hefur hann lög að mæla.

    Málflutningur þinn virðist vera eintóm „ég vil í ESB“ froða!

  3. hp, íslensk fyrirtæki fengu toppeinkunn vegna þess að þau voru að standa við skuldbindingar sínar. Í dag er það ekki raunin, og því fá fyrirtæki og Ísland sjálft lélega einkunn eða bara algera rusl einkunn. Svona málflutningur eins og þú ert með hérna er tóm þvæla, sérstaklega í ljósi þess að þetta er ekkert annað en afneitun hjá þér, og fleiri íslendingum á þeim vandamálum sem þjóðin stendur frammi fyrir.

  4. Og kæri Jón Frímann. Þú heldur að vandamál Íslendinga leysist við að skrifa undir skuldbindingar Icesave samningsins og að lánshæfismat Fitch muni aukast þegar við munum ekki standa undir þessum stjarnfræðilegu afborgunum? Icesave samningurinn í núverandi mynd á eftir að knésetja Ísland algjörlega. Ekkert spurning um hvort heldur hvenær.

    Þú segir að ég sé í afneitun. Það má vel vera en ég áskil mér rétt til að vega og meta þennan Icesave samning. Sem skattborgari á Íslandi sem hafði ekki hugmynd um hvað Icesave var fyrir bankahrun, finnst mér asskoti hrokafullt af þér að tala um að þjóðin neyðist loks til að taka ábyrgð á gjörðum sínum. Aldrei kaus ég þessi vanhæfu stjórnvöld. Er það mér að kenna þótt fjárhættuspilarar í Bretlandi og Hollandi hafi spilað rúlletuspil á Icesave reikningum glæpahundanna frá Íslandi (er þetta ekki fullorðið fólk). Ekki heldur mér að kenna þótt að Brown og Darling hafi ákveðið að borga út til þessara þessum vitleysinga til að bjarga sínu pólitíska skinni.

  5. hp, Icesave var stofnað í skjóli stjórnvalda sem þú samþykktir. Þetta er ekkert flóknara en það.

    Icesave er aðeins uþb 10 – 20% af skuldum íslendinga og því gjörsamlega fráleitt að tala um að Icesave muni knésetja íslendinga algjörlega. Ég skal segja þér hver knésetti Ísland, en það er maður að nafni Davíð Oddsson sem gerði það með því að lána hátt í 600 milljarða í Seðlabanka Íslands í tóma þvælu og í reynd valda því að Seðlabanki Íslands varð tæknilega gjaldþrota.

    Ég frábið mér svona þvælu eins og þú kemur með hérna.

  6. Icesave aðeins 10-20% af skuldum Íslendinga? Hér fullyrðir þú um hluti sem þú veist nákvæmlega ekkert um en hikar ekki við að slá þessu fram án nokkurra frekari skýringa.

    Mér er ósköp ljóst að ástarbréfin hans Davíðs eru meiri skellur en Icesave en það breytir engu um Icesave samninginn sem er ósanngjarn kúgunarsamningur stórþjóða gagnvart smáríki settur fram í pólitískum tilgangi.

    Svo fullyrðir þú að ég hafi kosið þessi stjórnvöld. Ég hef aldrei kosið í Alþingiskosningum á Íslandi fyrr en eftir hrun, þegar ég kaus Samfylkinguna (geri þau mistök reyndar aldrei aftur).

    En þetta voru áhugaverð skoðanaskipti og ég er ekki sammála þér. Enda er ég ekki grjótharður ESB-sinni eins og þú.

    Bið þið vel að lifa og læt þetta verða mína síðustu færslu.

  7. hp. Ólíkt þér, Þá hef ég reynt að kynna mér málið eins og hægt er. Svona málflutningur eins og sá sem þú hefur hérna uppi er gjörsamlega óþolandi. Sérstaklega í ljósi þess að íslenska ríkið tók lán fyrir Icesave haustið 2008 í kjölfarið á gjaldþroti Landsbankans.

    Málflutningur þinn um kúgun er ekkert nema bölvað bull sem á sér enga stoð í raunverleikanum. Staðreyndin er að íslendingar tóku lán fyrir Icesave og það á að borga þau til baka eins og aðrar skuldbindingar. Allt tal um kúgun er tóm della sem þjónar eingöngu þjóðrembu og öðru skammarlegu.

    Hérna um stærð Icesave sem hlutfall heildarskulda Íslands. Þar er auðvitað ekki tiltekin sú staðreynd að eignir Landsbanks munu ganga upp í þessa skuld þegar fram líða stundir.

    http://www.visir.is/article/20091009/SKODANIR03/232860449
    http://www.ruv.is/heim/frettir/frett/store64/item291636/
    http://www.visir.is/article/20091228/VIDSKIPTI06/261108644/-1

    Ennfremur, málflutningur andstæðinga Icesave, og í reynd andstæðinga allrar alþjóðlegrar samvinnu er til skammar og einfaldlega á ekki neinn rétt á sér.

  8. Jón, myndirðu bæta við þínar skuldir 20% meiri skuldum ef það léki óvissa um hvort þú þyrftir að bæta þessum 20% við?

    „Ennfremur, málflutningur andstæðinga Icesave, og í reynd andstæðinga allrar alþjóðlegrar samvinnu er til skammar og einfaldlega á ekki neinn rétt á sér.“
    Það hlýtur að mega neita svona byrði sem er lagaleg óvissa um að hvíli á okkur án þess að vera úthrópaðir andstæðingar allrar alþjóðlegrar samvinnu. Sjáiði bara ESB en engan milliveg? Hefur ekki regluverk ESB gert nóg í að koma okkur í þessa stöðu?

    „Málflutningur þinn um kúgun er ekkert nema bölvað bull sem á sér enga stoð í raunverleikanum.“
    Hvernig veistu það betur en við? Þú getur ekki bara sagt að málflutningur annarra sé bull. Hvað veist þú hvað hefur farið fram bakvið tjöldin sem við vitum ekki? Eru allar Evrópuþjóðir bara fullkomlega hreinskilnar og gera aldrei neitt rangt? Má aldrei gagnrýna Evrópusambandið eða lönd þess?

    Mín fyrsta og vonandi síðasta færsla.

  9. Finnur, ef ég mundi lenda í þannig veseni. Þá mundi ég bara taka á því vandamáli og leysa það. Ég mundi svo sannarlega ekki hlaupast frá því eins og andstæðingar Icesave eru núna að gera í gríð og erg.

    Ennfremur þá hef ég haft fyrir því að kynna mér málið og atriði þess. Það þýðir í raun að ég þekki orðið flesta fleti á því nú þegar. Auðvitað ekki allt saman eins og vera ber.

    Evrópusambandið er ekki aðili að Icesave deilunni. ESB er hinsvegar reglugerðaraðili gagnvart Íslandi og öðrum EES og ESB löndum. Að öðru leiti koma þeir ekki að málinu.

    Þeir sem hafa ekki fyrir því að kynna sér málið fullyrða oft bara úti um rassgatið á sér, og vita ekki neitt.

Lokað er fyrir athugasemdir.