Þjóðernishyggja í Vinstri-Grænum

Þjóðernishyggja Vinstri-Grænna er til skammar fyrir flokkinn og félagsmenn hans. Það sem er einnig orðið ljóst er sú staðreynd að Vinstri-Grænir eru varla hæfir til þess að vera í ríkisstjórn, þrátt fyrir hugmyndir Samfylkingar um annað. Það er þó galli að hvorki sjálfstæðisflokkurinn eða framsóknarflokkur eru hæfir í ríkisstjórn með núverandi formönnum sem þar sitja. Þetta er því ljóta vesenið sem íslenska þjóðin stendur frammi fyrir á stjórnmálasviðinu.

Ég mælist því til þess að Vinstri-Grænum verði skipt upp í tvo stjórnmálaflokka. Í hinn flokkin fara öfga-þjóðernissinnar, eins og þeir sem voru á fundum á Akureyri. Í hinn flokkin fari Evrópusinnaðir vinstri menn með umhverfisvænar áherslur.

Frétt Vísir.is af uppgangi þjóðernissinna í Vinstri-Grænum.

Ráðherrar berjist gegn ESB-aðild

6 Replies to “Þjóðernishyggja í Vinstri-Grænum”

  1. Mér finnst það alveg nóg hvernig þessir flokkar Samfylking og Vinstri Grænir eru að haga sér í sjávarútvegsmálunum alveg nóg til þess að þeir segi báðir af sér.

  2. Hinsvegar er ég allveg sammála þér með Vinstri Græna. Held að það sé algjörlega vonlaust að vinna með þessum flokki.

  3. Fannar, ég hef enga samúð með LÍÚ mönnum, sem hugsa um það eitt að græða á fisk veiðum íslendinga og stinga gróðanum í vasan, og hafa verið að gera slíkt í skjóli sjálfstæðisflokksins og framsóknarflokksins undarfarna áratugi.

    Svona sérhagsmunatal um sjávarútvegsmál eins og kemur frá þér er því markleysa.

  4. Sérhagsmunatal ?. Jón minn ég er alveg langt frá því sáttur við kvótakerfið. Kvótinn hjá fyrirtækinu sem ég hef unnið hjá hefur verið skorin niður í nánast ekki neitt miðað við það sem áður var. Ég vill breytingar á kvótakerfinu það er engin spurning. Þaðsem að ég er ósáttur við er að þessir vinstri flokkar gáfu mönnum seinasta sumar frjálsar veiðar sem sumir höfðu selt kvóta frá sér allt að 3svar sinnum. Vinstri flokkarnir hafa sprengt upp verð á aflaheimildum í leigu.Þeir boða fyrningarleið sem enginn veit hvernig verður (nema þeir sjálfir). Menn fara ekki að fjárfesta í sjávarútvegi þegar að þessi óvissa er til að staðar og stöðnun hefur aldrei boðað neitt gott.

  5. Fannar. Þetta er bull, það eru fyrst og fremst hagsmunir LÍÚ sem ráða kvótaverðinu í dag.

    Strandveiðar voru ekki frjálsar að neinu leiti. Veiði tíminn var takmarkaður og einnig kvótinn. Þannig að fullyrðing þín fellur um sjálfan sig á þessum staðreyndum.

    Það er nauðsynlegt að fiskveiðar þjóni öllum íslendingum, ekki bara hinum fáu fyrirtækjum sem eins og gert er í dag.

  6. Þessar veiðar voru kallaðar frjálsar veiðar í sumar. Skýrist líklega á því að það var enginn kvóti sem var dreginn frá afla á hverju skipi. Hinsvegar er þetta rétt hjá þér að það var bæði heildarkvóti á hverju veiðisvæði og eins höfðu menn aðeins vissan tíma til að veiða þennan kvóta. Þetta var tilraun sem gekk bara alls ekki upp. Í sambandi við verð á kvóta þá var kvótinn skorin td. niður í ýsu um 33%. Verðið á kvótaleigu hækkaði um 450%. Líú ræður ekki útgefnum kvóta það er sjávarútvegsráðherra.Það getur vel verið að lÍÚ hefði hækkað verðið en það hefði aldrei hækkað svona svakalega ef að kvótinn hefði ekki verið skorin svona niður. Ég tók það fram að ég er mjög ósáttur við kvótakerfið og ég er það, Ég er líka ósáttur við Líú því þeir þjóna eingöngu hagsmunum nokkra stórútgerða. Ég vill róttækar breytinar á kvótakerfinu. Ég vill þá í staðinn fá að vita hvað ég fæ í staðinn, Og þarmeð eyða þessari óvissu sem á sér stað núna fyrr er ekki hægt að taka sjávarútvegsstefnu þessara flokka í sátt.

Lokað er fyrir athugasemdir.