Tilraunir til skoðanakúgunar vegna Icesave málsins

Í kringum Icesave málið á Íslandi er farið að boða skoðanakúgun af hendi öfga-armsins í Vinstri Grænum, og síðan í sjálfstæðisflokknum og framsóknarflokknum. Örverpin í Hreyfingunni taka einnig undir þessa skoðanakúgun.

Þessi skoðanakúgun er mjög einföld. Það má ekki taka undir þau sjónarmið, eða benda á þann sannleika að staða íslendinga verður mun verri ef Icesave verður fellt í þjóðaratkvæðagreiðslu. Eins og var bent á í grein sem birtist í Aftenposten í gær. Greinin var skrifuð af íslenska fræðimanninum Þórólfi Mattíassyni.

Það var eins og við mannin mælt að Ögmundur Jónasson fer að slá um sig stóryrðum og kjaftæði, eins og hann gerir svo oft til þess að blása ryki framan í fólk. Enda kallar Ögmundur þessa grein níðskrif, og gjaldfellir þar með sjálfan sig og þingflokkinn svo lengi sem að hann er í honum.

Þessi grein Ögmundar er ekkert annað en ósvífin tilraun til þess að þagga niður í þeim sem trúa ekki á þá þjóðrembulegu útskýringu sem kominn er á Icesave málið á Íslandi. Þessi útskýring gengur meðal annars útá það að íslendingar eigi ekki að borga. Þrátt fyrir staðreyndir um annað í þeim efnum. Þetta er einnig tilraun til þess að þagga niður í gagnrýni á fullyrðingar andstæðinga Icesave, og þeirra sem vilja ekki borga þessa skuld íslendinga.

Þessi grein Ögmundar nær langt út fyrir allt sem eðlilegt getur talist, enda er augljóst að maðurinn á ekki heima á Alþingi Íslendinga og ber því að segja af sér þingmennsku nú þegar. Sérstaklega í ljósi fyrri verka hans og núverandi tilrauna hans til þess að þagga niður í allri gagnrýni á Icesave málið, og tilraunir hans til þes að koma fyrir birtinu staðreynda vegna Icesave málsins. Fleiri þingmenn Vinstri Grænna eiga einnig að segja af sér þingmennsku af sömu ástæðu.

Fréttir Pressunar af þessu máli.

Hagfræðiprófessor: Margfalt meiri greiðslubyrði ef Íslendingar hafna Icesave-samkomulaginu
Hagfræðiprófessor ósáttur við áróður um Icesave: Það að skrökva er lélegt viðskiptalíkan

Grein Ögmundar.

NÍÐSKRIF Í NOREGI

2 Replies to “Tilraunir til skoðanakúgunar vegna Icesave málsins”

  1. Mér finnst að Ögmundur eigi að sitja áfram. Þó maður sé langt frá því sammála honum yfirleitt, þá má hann eiga það að hann sagði sig frá ráðherra embætti vegna þess að hann var ekki sammála vinstri-grænum. Það þarf fólk á alþingi sem þorir að fylgja eigin samvisku en ekki bara gera einsog sumir í flokknum vilja.

Lokað er fyrir athugasemdir.