Fréttinar af meintum Evrópuher ESB ríkjanna

Í nýlegri frétt á Morgunblaðinu (Dabbanum) eru þjóðverjar að tala um stofnun Evrópuhers. Morgunblaðið setur fréttina upp eins og að þýski utanríkisráðherran tali um að ESB stofni slíkan her á grundvelli (með Þýskaland og nokkur önnur ríki í fararbroddi fyrir slíkum her) Lisbon sáttmálans, en Lisbon sáttmálinn leyfir ekki stofnun Evrópuhers. Það sem að þýski utanríkisráðherran virðist gleyma er sú staðreynd að það er nákvæmlega engin samstaða um að stofna slíkan her innan ESB, og slíkt yrði ekki samþykkt að öllum aðildarríkjum ESB í dag, eða í næstu framtíð.

Þar fyrir utan er nauðsynlegt að benda á þá staðreynd að Evrópuher yrði mun frekar stofnaður á grundvelli NATO frekar en ESB. Íslendingar eru nú þegar aðildar að NATO og hafa verið það í lengri tíma. Það yrði ennfremur fljótlegra að stofna evrópuher í gegnum NATO en ESB, þar sem aðildaríki ESB mundu beita sér gegn stofnun slíks hers. Það má þó ekki gleymast að ESB gegnir öryggishlutverki innan Evrópu, eins og NATO gerir nú þegar.

Þessar staðreyndir stoppa þó andstæðinga ESB ekki með sinn hræðsluáróður um ESB og hlutverk þess innan Evrópu. Það væri kannski ráð að einhver segði þessum bjánum að Ísland er nú þegar aðili að hernarðarbandalagi, en ekki friðarbandalagi eins og ESB byggir sína tilveru á.

Erlendar fréttir af þessu máli.

Germany supports European army: foreign minister
Germany sets sights on european army