Ásmundur Einar vill að Ísland gangi í NAFTA

Ásmundur Einar formaður þröngsýnarsamtakana Heimssýnar (stofnuð af Ragnari Arnalds sem var á móti EFTA, EES samningum og í dag ESB aðildarviðræðum) er á móti því að íslendingar sækji um aðild að ESB og hefji aðildarviðræður við ESB. Þetta viðhorf hans til ESB stoppar hann þó ekki í að vilja að íslendingar sæki um aðild að NAFTA, sem eru fríverslunarsamtök Kanadamanna, Bandaríkjamanna og Mexíkómanna. Það eru margir sem trúa því að NAFTA sé ólíkt ESB. Það viðhorf er byggt á ranghugmyndum um NAFTA og hlutverk þess, enda er NAFTA fyrst og fremst viðskiptablokk eins og ESB og tollabandalag að einhverju leiti. Þó svo að hlutverk NAFTA sé í reynd ekki nærri því eins viðtækt og hlutverk ESB er í dag. Hinsvegar er ómögurlegt að segja til um það hvernig þróun NAFTA verður í framtíðinni.

Það er því ákveðin hræsni að vera á móti aðild Íslands að ESB, en í hinn handleggin styðja aðild Íslands að NAFTA. Það er reyndar alveg augljóst að Ísland mundi aldrei fá aðild að NAFTA, þar sem við erum ekki ríki í Ameríku eins og Ásmundur og fleiri andstæðingar ESB virðast halda. Þetta fólk þarf nauðsynlega að bæta landafræðiþekkinguna hjá sér hið snarasta.

Hérna er mynd af Ásmundi af Facebook, þar sem hann lýsir yfir stuðningi sínum við inngöngu Íslands í NAFTA. Hérna er önnur mynd af fleiri andstæðingum ESB sem vilja að Ísland gangi í NAFTA.

Frétt Rúv af andstöðu Ásmundar við aðildarviðræður íslendinga við ESB.
Einkennilegt að verja fé í umsókn

[Texti uppfærður klukkan 00:56 þann 17. Febrúar 2010.]