Hluti íslendinga er að tapa sér

Svo virðist sem að ákveðin hluti íslendinga sé að tapa sér. Þetta virðist vera sá hópur af fólki sem hefur hvað mesta hagsmuna að gæta í því kerfi sem hefur verið ríkjandi á Íslandi. Þetta fólk mun gera allt mögulegt til þess að halda í gamla kerfið. Þar á meðal að ljúga uppá núverandi ríkisstjórn, ráðherra og stuðningsmenn hennar.

Hinn hlutinn af þjóðinni, sem stórtapar á núvernadi kerfi má alls ekki láta gabbast af málflutningi þeirra sem hafa hag af hinu gamla kerfi á Íslandi. Þess í stað verður fólk að hafna þessum málflutningi og tryggja að það gamla kerfi sem hefur verið ríkjandi á Íslandi verði einfaldlega lagt niður, og að íslenskt samfélag verði gert betra í kjölfarið.

Það er alveg ljóst að þær breytingar sem þarf að gera á íslensku samfélagi þurfa að koma innan frá, en ekki utan frá. Það er ennfremur ljóst að ábyrgðin á því að breyta íslensku samfélagi liggur hjá íslendingum sjálfum og engum öðrum.