Málpípa stjórnarandstöðunar tjáir sig um Icesave málið

Málpípa stjórnarandstöðunnar, InDefence hópurinn hefur í reynd gefið út afstöðu stjórnarandstöðunar í þessu máli. Þessi afstaða er ekkert flókin, hvorki stjórnarandstaðan eða InDefence munu ekki sætta sig við neina lausn á málinu. Gildir þá einu hversu góð sú lausn er í reynd og fyrir íslendinga og hversu mikið stjórnin kemur til móts við stjórnarandstöðuna í þessu Icesave máli.

Svona hegðun er til skammar, og það er augljóst að stjórnarandstaðan er eingöngu að valda málstað íslendinga skaða. Þessi skaði endar hinsvegar ekki þar, heldur veldur þessi afstaða stjórnarandstöðunnar einnig skaða á efnahag Íslands til lengri og skemmri tíma.

Það má hinsvegar spurja sig hvort að þetta sé það sem íslendingar raunverulega vilja. Mig grunar að svarið sé nei við þeirri spurningu.

Fréttir af þessu máli.

Icesave: Breytt vaxtakjör breyta ekki neinu í slæmum samningi sem þjóðin ætlar að hafna (Pressan.is)
Ekki nóg að breyta bara vöxtum (Rúv.is)