Karlmenn fara úr fötunum á skemmtistað í Reykjavík – Feministar hafa engan áhuga

Hópur karlmanna fór úr fötunum á skemmtistað í Reykjavík um helgina. Enginn var tilgangurinn, en þessi hópur karlmanna hafði vænst þess að vekja athygli feminista á því órétti sem karlmenn eru beittir þessa dagana. En þessi hópur karlmanna kvarta yfir því að ekkert sé talað um þá karlmenn sem fara úr fötunum á skemmtistöðum Reykjavíkur. Allir feministar á Íslandi höfðu engan áhuga á þessu uppátæki. Umræddur hópur karlmanna hefur leitað sér áfallahjálpar í kjölfarið á höfnum feminista á þeim. Þeir voru mjög niðurbrotnir eftir þessa höfnum, en þeir höfðu vænst þess að feministar myndu koma þeim til bjargar vegna þeirra „niðurlægingar“ sem þeir urðu fyrir, sjálfviljugir.

Umrætt atvik gerðist ekki. Hvort að það gerist í framtíðinni veit ég ekki. En mér finnst það all skrítið hvernig feministar haga sér í dag. Þar sem þær eru ekki að berjast fyrir jafnrétti í umræddum tilvikum, heldur eru þær farnar að haga sér eins og siðapostular. Leggja línunar í því hvað konur geta gerst og hvað konur geta ekki gert. Ekki veit ég hvaða vald feministar telja sig hafa yfir kynsystrum sínum. En það boðar ekki gott þegar hópur kvenna er farin að ákveða hvað sé slæmt og hvað sé gott fyrir kvenfólk í þjóðfélaginu. Það er einnig varasamt að barátta feminista sé farin að snúast um að koma í veg fyrir að fólk, hvort sem það er kvenfólk eða karlmenn geti haft sig að fíflum á skemmtistöðum í Reykjavík. Hvort sem um er að ræða kossa á milli kvenfólks, eða hvort að það sé kvenfólk að fara úr fötunum sjálfviljugt.

Mér finnst eins og feministar séu búnir að gleyma því að fólk hefur rétt til sjálfákvarðana og að það verður að lifa við afleiðingar ákvarðana sinna. Hvort sem það er á skemmtana lífinu í Reykjavík eða annarstaðar. Og í hverju sem það gerir í lífinu.

Kvartanir feminista sem birtust í dag og fyrir nokkru síðan eru hallærislegar í mínum eyrum og benda til þess að þessi hópur kvenna hafi eitthvað lítið að gera í jafnréttisbaráttunni á Íslandi í dag. Þær eru nefnilega ekki að tala á alvöru vandamálum sem snúa að jafnrétti kvenna á Íslandi í dag. En þau eru ennþá til í dag og það er nóg af þeim, en feministar vilja ekki fjalla um þau. Hvers vegna veit ég ekki.

En ég læt þetta duga í bili.