Tilbúnar fréttir – Hræðsluþjóðfélagið

Það er eins og að fréttamenn á Stöð 2 hafi eitthvað lítið að gera þessa dagana. Allavega virðast þeir vera farnir að búa til fréttir, þar sem engar fréttir er að finna. Eitt besta dæmið sem ég hef séð um þannig vinnubrögð í langan tíma koma fram í frétt um ómerkilegan hrekk á Laugum (fyrir okkur hin) þar sem að nokkrir strákar hrekktu vinkonur sýnar með því að draga þær fram úr rúminu og fara með þær í smá bíltúr, sem enda í hálfgerðum vatsslag (samkvæmt svörum á öðru bloggi). Og síðan er búin til „kynferðislegt“ áreiti til þess að krydda fréttina og gera málið alvarlega en það er.

Fréttamenn Stöðvar 2 sáu sér hinsvegar leik á borði og blésu þetta mál úr öllu valdi, bjuggu til fíl úr mýflugu svo að segja, kannski að fréttastofa Stöðvar 2 sé orðin DV 2005 afturgengið. Þessi frétt markar líka einnig sorgleg tímamót, en það bendir margt til þess að íslenskt þjóðfélag sé að verða hræðslu þjóðfélag eins og það bandaríska. Og það að mínu mati er sorgleg þróun hérna á landi.

Hérna fyrir neðan er umrætt blogg með svörum sem ég tala um og frétt um málið.

Segja að sér hafi verið rænt af skólabræðrum
Hrekkir sem ganga of langt……
Segja skólabræður sína hafa rænt sér

2 Replies to “Tilbúnar fréttir – Hræðsluþjóðfélagið”

  1. Takk Jón fyrir að tala fyrir máli okkar gerendunum í þessu máli, það sem þú past-aðir á síðuna http://www.alvaran.com er gott innlegg í umræðuna.

    Þessi gæji Keli hann hefur engar upplýsingar um þetta. HVernig á hann að vita betur um þetta en við sem vorum í þessu og hvernig á hann að vita betur um þetta heldur en lögreglan eða skólayfirvöld?

    Þessi gæi er ekkert annað en e-ð frat sem fyllir upp í eyðurnar með sínum eigin huga og fylgir algerlega þessari „frábæru“ og „traustverðu“ fréttamennsku þeirra á stöð 2 og vísi svo ekki sé talað um mbl.is

    Ég var meiraðsegja áðan að tala við tvær stelpurnar sem voru í þessu bara fyrir rúmum 5 minutum þegar þetta er skrifað og þær eru alveg bandbrjálaðar út í fjölmiðla að ýkja þetta svona rosalega.

    Ástæðan fyrir því að við erum ekki bunir að koma með neina yfirlýsingu er sú að við vitum ekkert hvað á eftir að vera gert í okkar máli. Þegar það er komið á hreint þá komum við með okkar yfirlýsingu.

    Við gætum þessvegna bara öll komið saman á einni stórri hópmynd brosandi og í góðu skapi voðalega krúttleg ef það er nóg sönnun fyrir ykkur.

    En já ég er persónulega sjálfur kominn með alveg upp í kok á þessu og á í hættu að láta eyðileggja líf mitt út af upplásinni vitleysu hjá þessum bjánum á fréttastofunni.

    Við erum öll buin að tala saman og ef það verður e-ð gert í þessu máli förum við öll í næstu vél til rvk og í viðtal hjá stöð 2 eða hvaða stöð sem vill fá okkur til þess að hreinsa mannorð okkar.

  2. heya dude i tryed to email you got a return messege saying email do not exsist hummm

    lukemason on MSN is my contacr 🙂

Lokað er fyrir athugasemdir.