Þeir kalla mann landráðamenn og svikara

Kjafturinn á andstæðingum ESB er ansi hávær, þrátt fyrir smæð sína hérna á landi. Hæst láta þeir sem eru hvað mestu öfgamenninnir í andstöðunni við aðild Íslands að ESB. Í þessum málflutningi andstæðinga ESB má meðal annars finna þessar hérna fullyrðingar.

Já, við skulum vona að sjálfsstæðissinnarnir í VG haldi sig áfram fjarri byggð í öruggri fjarlægð frá stjórnlyndum smölum Jóhönnu og Össurar. Það mun tryggja áframhaldandi byggð á Íslandi í næstu 1100 ár eða svo.

Jón Baldur Lorange, Stjórnarmaður í Heimssýn og Landbúnaðarráðunautur (Starfsmaður Bændasamtakanna)

Hótanir Hollendinga leiða til þess að maður spyr sig að því hvort þetta sé sá félagsskapur sem Íslendingar vilja vera innan. Þarna koma glögglega í ljós þvingunaraðferðir gamalla nýlenduríkja gagnvart smáríki eins og Íslandi og þetta er auðsjánlega einungis byrjunin á því sem framundan er í þeim efnum. Einnig hlýtur að vakna sú spurning hvort ekki sé eðlilegast að utanríkisráðherra afturkalli ESB umsókn Íslendinga og leitað verði eftir því hjá íslensku þjóðinni hvort þetta sé raunverulega það sem við teljum heppilegast fyrir Íslendinga.

Ásmundur Einar Daðason, Þingmaður Vinstri Grænna og formður Heimssýnar.

Er það raunverulega svo, að þessu landráðahjali um innlimun landsins í Evrópusambandið (ESB) eigi ekki að linna ? Eru predikarar Andskotans (ESB) ekki að verða saddir lífdaga ? Þarf þjóðin að losa þessa menn við hausinn á sér, svo að þeir þagni ?

Loftur Altice Þorsteinsson, Verkfræðingur og Vísindakennar. Var einnig í framboði til formanns í sjálfstæðisflokknum á sínum tíma.

Landsmönnum til mikillar furðu birtist umfjöllun á heimasíðu Forsætisráðuneytis um fund Jóke-Hönnu og Barroso í Brussel í dag. Einka stefnumót þeirra hjúa er því allt í einu orðinn opinber atburður og getur svo hafa æxlast þar sem boðflennan Olli Rehn var einnig á fundinum. Ekki fylgir sögunni hvort venjulegt suðrænt kossaflangs hafi verið liður í heimsókninni. Í fréttatilkynningu ráðuneytissins segir að eftirfarandi málefni hafi verðið til umræðu á fundinum:

[…]

Veit Jók-Hanna ekki að EES-löggjöfin er fullkomlega eðlileg og rökrétt ? Það er túlkun vina hennar og flokksbræðra í Evrópusambandinu sem er gölluð. Okkur ber hvorki lagaleg né siðferðileg skylda til að taka þátt í Icesave-reikningunum. Það var seðlabanki Hollands og Finalcial Services Authority í Bretlandi sem höfði veg og vanda af starfsemi útibúa Landsbankans.

Heiðarlegt hefði verið af Jóke-Hönnu að segja karlinum Barroso, að við munum ekki samþykkja inngöngu í Evrópusambandið. Einhver verður að segja honum þetta, áður en skellur á blóðug borgarastyrjöld í landinu. Við munum aldreigi samþykkja að fullveldi landsins verði fórnað á altari Þýðskrar þjóðernishyggju. Evrópumenn verða að stofna til Þriðja ríkisins án þátttöku Íslands.

Loftur Altice Þorsteinsson, Verkfræðingur og Vísindakennar. Var einnig í framboði til formanns í sjálfstæðisflokknum á sínum tíma.

Samfylkingin hagar sér á allan hátt eins og leppur Evrópubandalagsins í þessum málum. Vilji bandalagið skipta hér út ráðherra sjálfu sér í hag, þá hlýðir forysta þessa stjórnmálaflokks kallinu, og við þá ákvörðun hefur það engin áhrif, að ríkisstjórnarflokkarnir hafa misst meirihlutafylgi sitt og gott betur samkvæmt nýjustu skoðanakönnunum. Það verður áfram haldið í þjónkuninni við hið erlenda vald, unz yfir lýkur á þessu nýjasta tímaskeiði íslenzkrar sjálfstæðisbaráttu.

Jón Valur Jensson, Kristinn öfgatrúmaður.

Nú er verið að „skoða hugmynd Þjóðverja um að stofna Gjaldeyrissjóð Evrópu.“ Einnig hafa Brussel-sjimpansarnir sveiflazt milli þess að hverfa frá sinni skammarlegu tilskipun um tryggingasjóði (94/19/EC) til ríkisábyrgðar* og frá henni til nýs allsherjar-tryggingasjóðs fyrir allt heila gillið (ESB eða Evrópubandalagið).

[…]

Það er sem ég segi: Evrópubandalagið er á sama stigi og dýr á tilraunastofu, sem til stendur að reyna á ýmis „lækningaúrræði“ með óvissum afleiðingum.

Ætlum við inn í þetta gáleysisgímald?

Jón Valur Jensson, Kristinn öfgatrúmaður.

Þetta hérna eru tilvitnanir í orð andstæðinga ESB eins og þeir setja þau sjálfir út á internetið. Á þessu rugli hefur þetta öfgafólk náð að hræða íslendinga í andstöðu við ESB eins og komið hefur fram í skoðanakönnunum undanfarið. Allir þessir einstaklingar hafa ein eða önnur tengsl við Heimssýn, samtök andstæðinga ESB á Íslandi (íslenska nei hreyfingin), yfirleitt þá í gegnum beina aðild að þessum samtökum. Það er ennfremur nauðsynlegt að benda á þá staðreynd að samtökin Heimssýn, og fólkið sem kemur að þeim samtökum hefur verið á móti EFTA og EES á sínum tíma og notað afskaplega svipuð mótrök gegn aðild Íslands að EFTA og EES á sínum tíma og núna er verið að nota gegn hugsanlegri aðild Íslands að ESB.

Staðreyndin er hinsvegar sú að aðild Íslands að EFTA og EES hefur stórbætt lífsskilyrðin hérna á landi og bætti hag fólks fram að efnahagshruninu á Íslandi.

Það er staðreynd að það eina sem Heimssýn og andstæðingar ESB bjóða íslendingum uppá er verðtrygging, hærri vextir og hærra matvælaverð hérna á landi með því að standa fyrir utan ESB. Það er kominn tími til þess að íslendingar átti sig á þessari staðreynd.

2 Replies to “Þeir kalla mann landráðamenn og svikara”

Lokað er fyrir athugasemdir.