Öfga-hægri vefurinn AMX

Það er til vefsíða sem er rekin af öfga-hægri mönnum á Íslandi. Flestir sem koma að þessum vef tilheyra Frjálshyggjufélaginu sem er nátengt sjálfstæðisflokknum og Davíð Oddssyni núverandi ritstjórna morgunblaðsins. Þarna ritar Styrmir, Hannes, Björn Bjarnason fyrrverandi Dómsmálaráðherra og fleiri háttsettir menn í frjálshyggjuhópi sjálfstæðisflokksins. Þessi vefur kallst AMX og er einn stór leiðindavefur og skilar ekki neinu góðu af sér útá internetið.

Helsti tilgangur AMX virðist vera að dreifa út slúðri og hálf-sannleika (lygum) um fólk og málefni. Tilgangurinn með þessu drullumalli þessa hóps er að grafa undan fólki og málefnum á skipulagðan hátt, og valda því að fólk fái ekki réttar upplýsingar í umræðunni. Stundum er tilgangurinn að eitra umræðuna með því að henda einhverri dellu fram og láta viðkomandi verja sig (Let them deny it aðferð Ronald Regan), og taka þannig athygli viðkomandi af umræddu málefni og passa uppá það að viðkomandi einstaklingur sé að eyða tíma sínum og orku í að verjast. Frekar en að standa á bak við það málefni sem viðkomandi einstaklingur vill standa á bak við. Þessi aðferð hefur virkað vel hjá þessu fólk undanfarið. Enda er erfitt að láta svona rugl ósvarað. Besta leiðin til þess að svara svona aðferðarfræði er að gera það einu sinni og með ákveðnum hætti.

Annars ættu þeir sem standa á bak við AMX vefinn að gera internetinu greiða og leggja hann niður. Þessi vefur er sjónmengun á internetinu og sóun á góðu vef plássi.

2 Replies to “Öfga-hægri vefurinn AMX”

Lokað er fyrir athugasemdir.