Valdboð kirkjunnar

Það er kaldhæðnislegt til þess að vita að á 21 öldunni skuli vera til stór hópur fólks á Íslandi sem trúir á verur sem eiga að vera almáttugur, stjórna gangi heimsins í bókstaflegri merkingu, ráða hverjir eru góðir og hverjir eru slæmir. Stjórna því hverjir eiga að fá að sofa hjá hverjum og helst ekki fyrr en eftir blessun þessara sömu veru sem aldrei sýnir sig og hefur aldrei sést í skráðri sögu mannkyns. En á nú samt að hafa átt son sem labbaði á vatni eins og ekkert væri eðlilegra. Einnig sem að hann átti að hafa læknað fólk sem var blint og fleira. En hótaði fíkjutréinu þar sem þau báru ekki ávexti á borð fyrir hann þegar honum hentaði það. Ég er auðvitað að tala um þjóðsöguna sem kallast Jesú og ég er að tala um kirkjuna sem heild, ég er ekki að gera upp á milli greina innan hennar, þá á ég sérstaklega við kaþólikka eða hina evangelíska lúterska kirkju sem er „þjóðkirkja“ Íslendinga. Ég er að tala um kirkjuna og kristnina sem heild, allar greinar allar trúargerðir, sama hvaða nafni þær kallast. Þær eiga nefnilega þetta atriði sem ég er að fjalla um hérna sameiginlegt, allar saman, allar gerðir.

Kristin trú boðar vald, framkvæmdavald þessa vald innan kristninnar er kristnin kirkja. Kirkjan notar vald sitt án miskunar eða hiks, það hefur sést á verkum hennar á síðustu árum. Sérstaklega þá gegn þeim sem gagnrýna kirkjuna, en þeir sem bera út vald kirkjunnar eru prestar, þar fyrir neðan koma djáknar. En þeir sem stjórna prestum eru biskupar, en kirkjan viðheldur uppi ólýðræðislegu kerfi innan sjálfs síns þrátt fyrir að þiggja úr lófa þjóðarinnar og vera í raun undir miskunnin þjóðarinnar komin. En kirkjan felur þá staðreynd að hún er undir þjóðinni kominn með orðaskrúða og blekkingum, helst þá með því að gera sig breiðari en kirkjan og kristnin er í raun og láta fólk halda að kirkjan sé hlutur sem ekki er hægt að losna við. Þetta er auðvitað rangt, ef að þjóðin hefði þann vilja sem þyrfti þá væri hægt að losna við kirkjuna af fjárlögum ríkisins á næsta ári, peningar sem betur væri varið í að auka menntun hérna á landi og bæta heilbrigðiskerfið á Íslandi.

Valdboð kirkjunnar tekur á sig ýmsar myndir og gerðir. Þetta valdboð verður sjaldan eins augljóst og þegar kirkjan fer að berast gegn einhverju sem að kirkjan telur ósiðlegt eða eitthvað sem gengur gegn þeim boðskap sem slá rétti sínum á og þykjast eiga með húð og hári. Þetta verður sérstaklega augljóst þegar umræðan fer að snúast um fóstureyðingar, samkynhneigð og stofnfrumu rannsóknir. En það eru auðvitað fjölmörg önnur mál sem að valdboð kirkjunnar verður augljóst og grímulaust. Þetta valdboð kirkjunnar og kristinnar trúar er ekki skaðlaust, vald kirkjunnar hefur valdið skaða í stofnfrumrannsóknum, sjálfstæðikvenna til þess að ákvarða hvort að þær vilji eiga börn á ákveðnum tíma og síðan hefur kirkjan staðið í veg fyrir réttindabaráttu samkynhneigða og sett þeim stólinn fyrir dyrnar í mörg ár. Sá skaði sem kirkjan hefur valdið í stofnfrumurannsóknum verður aldrei bættur, vegna þess að stofnfrumurannsóknir halda á þeim lyklum sem mannkynið þarf til þess að lækna mjög alvarlega sjúkdóma. Í málum fóstureyðinga þá hefur kirkjan aftur farið að vinna í því að fá þær bannaðar. En fóstureyðingar eru leyfðar í dag að undangengnum mjög ströngum skilyrðum og læknisprófunum sem konur þurfa að ganga undir áður en fóstureyðing er framkvæmd. Í málefnum samkynhneigðra þá hefur kirkjan á opinberan hátt og án miskunar komið í veg fyrir að því fólki sem er samkynhneigt fái það sjálfsagða rétt að búa saman í viðurkenndri sambúð, eða jafnvel fái að gefa blóð.

Öllu valdi fylgja lygar og blekkingar, kirkjan er þar engin undantekning. Besta dæmið um lygar sem kirkjan boðar í valdboði sínu er það að trúleysi sé hættulegt þjóðinni, en biskup íslands hefur margoft haldið því fram á opinberum vettvangi að trúleysi muni gera útaf við siðferði í landinu og verða þjóðinni að skaða. Þetta er auðvitað bara kjaftæði í biskup íslands og kirkjunni, sérstaklega þar sem að sagan hefur sýnt og sannað kirkjan hefur miskunarlaust látið drepa fólk sem ekki var sammála útskýringum kirkjunnar. Hvort sem um var að ræða að Jörðin snérist um sólina eða þá að Jörðin væri ekki flöt. Kirkjan hefur í krafti vald síns haldið aftur af þróun vísinda, sérstaklega á þeim tíma þegar vald hennar var meira, í dag þegar vald kirkjunnar er minna, sérstaklega í Evrópu. Þá hafa vísindin tekið á loft og tækniþróun mannkyns hefur aukist gífurlega á skömmum tíma. En á stöðum eins og Bandaríkjunum þar sem vald kirkjunnar er meira og hefur verið að aukast undanfarin ár, þar hefur verið að hægjast á tækniþróun og almennri þekkingu á því hverning heimurinn virkar.

Þar sem að kirkjan getur ekki framkvæmd vald sitt, þá lætur kirkjan aðra framkvæma það fyrir sig. Þekkt eru dæmi þess að kirkjan hafi í krafti vald síns stoppað heilu lagabálkana á Alþingi vegna þess að þeir þóknuðust ekki kirkjunni, hvorki í hluta eða heild. Það er einnig þannig að þegar Alþingi Íslendinga er sett þá fara þeir allir í messu, þar sem að messað er yfir þeim og kirkjulegur ótti er boðaður til þingmanna og ráðherra, svona til þess að minna þá á hver raunverulega stjórnar landinu. Og þetta virkar og hefur mér alltaf þótt það sorgleg staðreynd. Þetta kemur ekki á óvart, þar sem að kirkjan (ríkiskirkjan, hérna skilur að) er einnig undir vend ríkisins, hlutur sem að kirkjan á Íslandi á alls ekki skilið að hafa og hefði í raun aldrei átt að hafa. Það er aftur á móti staðreynd að kirkjan kom upp sér þessu valdi sjálf, með því að nota sitt vald sem kirkjan hefur yfir fólki og þjóðfélaginu. Þó svo að þetta vald fari hratt minnkandi í dag, þá er það ennþá talsvert, vegna þess að kirkjan fær pening til þess að viðhalda sínu valdi í þjóðfélaginu.

Vald allra kirkjudeilda hefur farið minnkandi á síðustu áratugum, þó svo að á síðustu árum hefur kirkjan verið að vinna á vegna kröftugs áróðurs sem hafinn var þegar ljóst var að kirkjan og vald hennar yfir þjóðinni var hægt og rólega að þurrkast út meðal yngri kynslóðar fólks á Íslandi. Kirkjan stofnaði þá til margsskonar trúboðs, bæði falið og opinbert trúboð. Í grunnskólum landsins var farið inní í nafni vináttu, með hinni svokölluðu vinaleið sem sérstaklega var hönnuð til þess að færa börnin til prestanna, sérstaklega þau börn sem eiga erfitt uppdráttar og eru líklegri til þess að verða viðkvæm fyrir þeim áróðri kirkjan hefur uppi. Og frekar í grunnskólum þá sé ég ekki betur en kristinfræðikennslu hafi verið umturnað til þess að verða ennþá meira trúboð, en kristinfræðikennsla hefur alltaf verið trúboð, en það hefur bara verið veikt. Og börnum trúleysingja hefur verið gert að sitja undir þessu trúboði og það eru þekkt dæmi þess að börn trúleysingja hafi orðið fyrir aðkasti vegna þess að áróður kirkjunnar er orðin gífurlega sterkur í grunnskólum landins og vald kirkjunnar hefur vaxið þar að sama skapi. En kirkjan lét ekki grunnskólana nægja, einnig var farið inní framhaldsskóla landsins og kristnin boðuð þar. En það hefur augljóslega ekki verið nóg, þar sem að kirkjan tók einnig uppá því að fara inní leikskóla landsins til þess að heilaþvo börn á þegar þau eru hvað viðkvæmust fyrir áhrifum fullorðins fólks. Og kirkjan hefur á öll þessum skólastigum barist gegn þeim sem tala gegn valdi hennar, en með takmörkuðum árangri að því virðist.

Kirkjan er sú gerð af valdi sem þolir ekki þá sem tala gegn valdboði hennar. Og hefur í dag beint sjónum sínum sérstaklega að trúleysingjum. En kirkjan hefur ekki ennþá lagt uppí að hefja ný trúarstríð, en ef allt fer á versta veg, þá gæti mannkynið verið að horfa uppá nýjar krossferðir á næstu 200 árum í nafni kirkjunnar. Kirkjan hefur reynt og er að reyna hræða trúleysingja til hlýðni með því að koma með ýmsar blekkingar um þá, en biskup íslands hefur margoft vísað til andleysis þeirra sem trúlausir eru og hefur einnig haldið því fram að siðgæði sé eitthvað sem kristið fólk og kirkjan getur eingöngu verið með og hafi einkarétt á. Einnig sem að biskup íslands hefur talað um hafís trúleysis sem lóni undan ströndum íslands og er þá að vísa til þess kulda sem hafísinn á færa og er væntanlega að halda því fram að trúlaust fólk sé kalt fólk andlega. Þetta er auðvitað hið mesta kjaftæði sem þarna er haldið fram, en trúlaust fólk er ekkert verra eða betra en annað fólk á þessari plánetu.

Ég læt þetta duga að sinni.