Tökum eystrasaltslöndin til fyrirmyndar í ESB málefnum

Fljótlega eftir að sovétríkin liðuðust í sundur urðu eystrasaltsríkin sjálfstæð ríki. Þá með stuðningi Íslands sem lýsti því fyrst yfir að umrædd ríki væru viðurkennd sjálfstæð ríki í samfélagi þjóðana. Eystrasaltsríkin voru nýlega orðin sjálfstæð ríki þegar þau ákváðu að sækja um aðild að ESB. Það voru ekki bara þau, heldur voru þetta einnig fleiri austur-evrópu ríki sem ákváðu að sækja um aðild að ESB á sama tíma.

Ástæða þess að eystrasaltsríkin sóttu um og gengu í ESB er mjög einföld. Það styrkti lýðræðið þeirra og styrkti stjórnsýsluna í þessum ríkjum. Þetta var sérstaklega mikilvægt eftir óstjórn kommúnismans í þessum ríkjum.

Fullyrðingar þess efnis innganga Íslands í ESB, þá muni íslendingar tapa sjálfstæði sínu eru augljóslega rangar ef þessar hérna hérna staðreyndir eru skoðaðar. Enda tryggðu þessar þjóðir sem gengur í ESB árið 2004 og 2007 sjálfstæði sitt og fullveldi. Íslendingar munu gera hið sama með því að ganga í ESB. Það er nefnilega styrkur að ganga í ESB og taka þátt í því samstarfi sem þar er að finna.

10 Replies to “Tökum eystrasaltslöndin til fyrirmyndar í ESB málefnum”

  1. Það eru bara fólk sem skilur ekki hvað sovét var sem talar svona. Svona yfirlýsingar eru ennfremur mógðun við það fólk sem dó á sovét tímanum undir járnhæl kommúnismans.

  2. Trúir þú á drauga? Annars er erfitt að móðga dáið fólk, sko.

    En ólíkt þér, þá er Valdimír Bukovsky fyrrum borgari sovétsins, sat í fangelsum þar og barðist fyrir betra sovéti, eða raunar, engu sovéti.

    Hann segir:
    „the European Union is on its way to becoming another Soviet Union“. In a speech he delivered in Brussels last week Mr Bukovsky called the EU a “monster” that must be destroyed, the sooner the better, before it develops into a fullfledged totalitarian state.

    Þú móðgar lifandi fólk með þessu bulli í þér, Jón Frímann.

  3. Það er nú afskaplega lélegt af þér að vitna í Vladimir Bukovsky. Þar sem hann hreinlega veit ekki um hvað hann er að tala þegar það kemur að ESB. Maðurinn er hreinlega skemmdur vegna ofsókna að hálfu USSR á sínum tíma. Sérstaklega eftir að hafa dvalið tólf ár í þrælkunarbúðum USSR og talsverðan tíma á geðveikrarsjúkrahúsum. Sjá nánar hérna.

    http://en.wikipedia.org/wiki/Vladimir_Bukovsky

    Þeir einu sem eru mógðun við skynsemina hérna ert þú gullvagninn og það vefsæði sem þú notar til þess að breiða út þvælu og samsæriskenningar eins og þær væru sannleikur.

  4. Þú sem sé trúir alveg sovét geðlæknunum, og trúir á drauga, ef ég skil þig rétt. En það er stundum erfitt að skilja þig.

  5. Auðvitað var ástandið hjá vinum okkar í Eystrasaltinu svipað og það er hjá okkur í dag.

    Þeir nýkomnir úr Sovét við nýkomin úr USA. Þeir með ónýta stjórnsýslu við með Samfylkinguna. Þeir með mikla mengun við með álver og ógeð.

    Þannig að ESB mun gera það sama fyrir okkur og það gerði fyrir Eystrasaltið. Tryggja frið og draga glæpamennina í Samfylkingunni til ábyrgðar.

  6. Gullvagninn, farðu annað með þetta bull þitt. Annars neyðist ég til þess að banna þig af vefsíðunni.

    Bjarni, Það er ekki Samfylkingunni að kenna hvernig komið er fyrir íslendingum. Það er áhugavert hvernig þú viljandi forðast að nefna þátt sjálfstæðisflokksins í þessu samhengi. Ég ætla að minna þig á að sjálfstæðisflokkurinn var við völd á Íslandi frá árinu 1991 til ársins 2009. Þó með mismunadi stjórnmálaflokkum í upphafi og við enda þessa valdatímabils. Reyndar er þannig að sjálfstæðisflokkurinn og framsóknarflokkurinn hafa verið við völd á Íslandi meirihlutan af því tímabili síðan lýst var yfir sjálfstæði á Íslandi árið 1944.

    Það er því afskaplega undarlegt að lesa svona málflutning eins og kemur frá þér. Sérstaklega þar sem að hann er ekkert nema innantóm þvæla og bull.

  7. Jæa Jón Frímann, þú ert greinilega ekki óhræddur við gagnrýni og skoðanir og fer ég því á flótta með skottið milli lappana frá þessari rimmu

  8. gullvagninn, ég ætla ekki að bjóða lesendum mínum uppá svona þvælu sem kemur frá þér og þínum á kryppan.com. Það er nóg að þetta bull ykkar sé á einu vefsvæði. Ég vil ekki sjá þessa mengun á mínum vef.

    Bjarni, ég er búinn að útskýra fyrir þér munin. Þú greinilega sérð ekkert að glæpaverkum sjálfstæðisflokksins. Á meðan svo er, þá er þér engin vorkunn yfir hvernig sem komið er fyrir þér.

Lokað er fyrir athugasemdir.