Norðurlöndin eru í ESB

Fyrir þá íslendinga sem hafa efasemdir um hugsanlega ESB aðild Íslands. Þá er nauðsynlegt að benda á þá staðreynd að flest öll norðurlöndin eru nú þegar aðildar að ESB og hafa verið núna í nokkur ár. Þau norðurlönd sem eru í ESB eru Danmörk, Svíþjóð og Finnland. Það vantar eingöngu að Ísland og Noregur gangi í ESB. Eins og staðan er í dag, þá hefur Ísland eingöngu sótt um aðild að ESB. Noregur sótti síðast um aðild að ESB árið 1992 og felldi þann aðildarsamning árið 1994 eins og frægt er orðið.

10 Replies to “Norðurlöndin eru í ESB”

  1. Flest öll Norðurlöndin!?
    FLEST ÖLL NORÐURLÖNDIN!?!??!?!
    Það er hvorki sannfærandi né rétt!
    Norðurlöndin eru FIMM ef maður telur Finnland og Ísland! Þá er líka hægt að segja:
    „Rétt rúmur helmingur norðurlandanna“
    eða
    „Aðeins 60% Norðurlandanna“

    Hvað ef ég ákveð svo að telja Færeyjar og Grænland með líka og segi bara að Álandseyjar séu ekki í ESB?
    Þá get ég bara sagt að FLEST ÖLL NORÐURLÖNDIN SÉU UTAN ESB!

    GUÐ, hvað þú getur bloggað Jónfrímann!

    þar að auki fer mótstaða gegn ESB aðild vaxandi bæði í Noregi og Íslandi

    Hvað hefur þú þér svo til málsbóta?

  2. Álandseyjar eru í ESB.

    Mótstað fer vissulega vaxandi í Noregi, en það er ekki vandamál Íslands.

    Það eru bara tvö Norðurlönd fyrir utan ESB, það er Noregur og Ísland. Færeyjar eru ekki sjálfstæðar sem ríki. Heldur eru þær sem fullvalda ríki innan Danmerkur, það sama gildir um Grænland.

    Þó svo að flestir íslendignar flyti til Noregs, þá segir það lítið um það hvernig þeir munu kjósa í væntanlegum kosningum um aðildarsamning Íslands að ESB.

    Það er alveg merkilegt hvað þú getur bullað hérna.

  3. Skildir þú ekki háð mitt á þínum eigin röksemdafærslum? Ég ákvað að segja að Álandseyjar væru ekki í ESB „afþvíbara“ til að gefa villandi upplýsingar eins og þú!

    En málið er að jafnvel þó að Grænland og Færeyjar séu fullvalda ríki „innan Danmerkur“ (en verða væntanlega sjálfstæð innan skamms) þá eru þau ekki í ESB.

    OG fjórða málsgreinin kemur þessu ekki einu sinni við! Þú ert að rugla saman commentum! Þetta á að vera hérna:
    http://jonfr.com/?p=4168

  4. Ragnar, þú ákvaðst að bulla þetta. Hreinlega útaf því að þú hélst í alvörunni að Álandseyjar væru ekki í ESB. Það þýðir lítið fyrir þig að snúa útúr því núna. Azorez eyjar eru einnig í ESB undir sömu formerkjum og Álandseyjar og fleiri sjálfstjórnarsvæði.

    Það skiptir ennfremur öllu máli hvort að ríki sé sjálfstætt eða sjálfstjórnarsvæði. Þar sem sjálfstjórnarsvæðin ganga öðrvísi inn í ESB heldur en sjálfstæð og fullvalda ríki.

    Þó svo að íslendingar flytji til Noregs, mun það segja lítið um það hvernig þeir eiga eftir að kjósa í komandi kosningum um aðildarsamning Íslands og ESB.

    Ég ætla ennfremur að benda þér á að ég gef ekki villandi upplýsingar.

    Athugasemd uppfærð klukkan 23:52 þann 19 Júní 2010.

  5. Enn og aftur segir þú rangt frá því ég vissi að Álandseyjar flutu með Finnum inn í ESB á sínum tíma. Málið er að þeir eru með undanþágur og þá ákvað ég að nota mér það til að skekkja tölurnar (eins og þú reynir) og segja einfaldega að þeir væru utan ESB en ég tók það líka fram, sjáðu:

    „Hvað ef ég ákveð svo að telja Færeyjar og Grænland með líka og segi bara að Álandseyjar séu ekki í ESB?“

    Ef ég hefði virkilega haldið að Álandseyjar væru í ESB hefði ég skrifað:

    „Hvað ef ég ákveð svo að telja Færeyjar, Grænland og Álandseyjar með líka?“

    Lærðu að lesa Jón!

    ……..

    Og meðan ég man:
    „Það skiptir ennfremur öllu máli hvort að ríki sé sjálfstætt eða. Þar sem …..“

    Kláraðu setningarnar þínar!

  6. Þú kemur mjög vel upp um vanþekkingu þína hérna. Allar „tilraunir“ þínar til þess að „skekkja“ tölur hérna eru í raun ekkert nema tilraunir þínar til þess að ljúga og blekkja fólk sem les þessar athugasemdir þínar. Síðan eru augljóslega að vona að viti ekki hvað þú ert að tala um.

    Eins og segir á Wiki.

    „Autonomy of Åland

    The autonomous status of the islands was affirmed by a decision made by the League of Nations in 1921 following the Åland crisis. It was reaffirmed within the treaty admitting Finland to the European Union. By law, Åland is politically neutral and entirely demilitarised, and residents are exempt from conscription to the Finnish Defence Forces. The islands were granted extensive autonomy by the Parliament of Finland in the Act on the Autonomy of Åland of 1920, which was later replaced by new legislation by the same name in 1951 and 1991.

    In connection with Finland’s admission to the European Union, a protocol was signed concerning the Åland Islands that stipulates, among other things, that provisions of the European Community Treaty shall not force a change of the existing restrictions for foreigners (i.e., persons who do not enjoy „home region rights“ (hembygdsrätt) in Åland) to acquire and hold real property or to provide certain services, implying a recognition of a separate nationality.“

    Tekið héðan, http://en.wikipedia.org/wiki/%C3%85land_Islands

    Hægt er að lesa frekar um sjálfstjórnarsvæði innan ESB hérna, http://en.wikipedia.org/wiki/Special_member_state_territories_and_their_relations_with_the_EU

    Hættu síðan að koma með þessar tilraunir þínar til þess að blekkja fólk. Síðan er alveg óþolandi að þú skulir saka mig vanþekkingu á þessu svæði. Þar sem ég var og hef kannað þetta málefni sæmilega, en ekki til fullnustu.

  7. Kristinn, Haltu þig við umræðuefni eða ég banna þig líka. Ég mun banna tröll og aðra óværu af mínu bloggi án þess að hika við það.

  8. Ef við lítum aðeins á Finnland og ESB þá sjáum við að bændur fengu mjög stóra bændastyrki eins og er hérna á landi. Það sem við sjáum svo eftir að Finnland gekk í ESB minnkuðu styrkirnir til muna og landbúnaður minnkað um 10%, og eru að mestu leiti í stórum býlum í erlendri eigu. Það sem bjargaði þeim úr þessu var tækniþróunin og frumkvöðlar sem stofnuðu tæknifyrirtæki (eins og Nokia), þar sem hráefnið varð aðeins ódýrara við inngönguna.

    Lítum nú á Ísland og ESB. Við reynum ekkert að ljúga að okkur og segja að ESB sammþykki allar kröfur okkar. Við gætum ekki verið með svona háa styrki til Landbúnaðar, ESB ríki eru með u.þ.b. 60% af upphæð Íslands, við myndum ekki fá meiri pening fyrir vöruna, við erum nú þegar OECD-ríki (OECD sér um 70% af öllum út- og innflutningi landbúnaðarvara). Við sjáum því augljóslega að innganga í ESB er ekki góð fyrir landbúnaðinn. Við getum ekkert farið í samningsviðræður við ESB og fengið að breyta öllu, í sviði landbúnaðar eru Frakkland og Þýskaland í fyrirrúmi og ráða flestu þar.
    Síðan er það hitt stóra málið, fiskurinn. Auðvitað vill ESB fá að komast í fiskimiðin okkar, þar sem að við erum búin að vinna í því að viðhalda stofnunum í lögsögu okkar með kvótakerfinu og miklum reglugerðum. Það vita það ekkert allir en Íslendingar veiða 2% af allri fiskvöru í heiminum og ná að halda stofnunum í meðal því besta ástandi sem sést í heiminum. Hvað gerist svo þegar ESB kemmst í fiskimiðin okkar? Við fáum lítið sem ekkert að ráða hversu mikið verður veitt. Og ekki halda að þeir komist ekki í fiskimiðin, um leið og við göngum í ESB geta þeir ef þeir vilja skipað okkur með „kosningu“ í ESB-þinginu að leyfa sér að komast á fiskimiðin. Ef þú heldur að Ísland hafi eitthvað að segja við þá ákvörðun þá hefur þú allveg rétt fyrir þér. 1 þingmann af yfir 600. Þetta eru tæp 0,2%.

  9. Þetta er rangt. Bændum hefur verið að fækka í Finnlandi löngu fyrir síðan árið 1980. Styrkir til Bænda í Finnlandi hækkuðu við inngöngu í ESB, upp á móti lækkuðu verði til þeirra á sama tíma. Sjá hérna, http://www.mbl.is/mm/frettir/esb/landbunadur/2009/01/06/skrifraedi_jokst_verd_til_baenda_laekkadi_en_styrki/

    http://www.ruv.is/frettaskyringar/evropusambandid/island-og-landbunadarstefna-esb

    Fyrir norðan 62N breiddargráðu fá bændur í Finnlandi og Svíþjóð 30% hærri styrki en bændur sunnan við þessa breiddargráðu. Ísland er allt við 64N breiddargráðu. Á Íslandi er stundaður heimskautabúskapur, sem nýtur sérstakra styrkja innan ESB. Sjá, http://ec.europa.eu/agriculture/rurdev/lfa/index_en.htm

    Hvaða kröfur íslendinga ESB á eftir að samþykkja mun bara koma í ljós í samningaviðræðunum. Hinsvegar er ljóst að með stöðu íslenskra bænda í huga. Þá er líklegt að ESB muni veita íslendingum áveðnar undanþágur frá meginreglum ESB. Þessar undanþágur verða bæði varanlegar og tímabundnar reikna ég með. Í hvaða formi þær verða veit ég auðvitað ekki.

    Kristinn, ESB er ekki með nein fiskiskip. Heldur er hérna eingöngu um að ræða aðildarríki ESB. Eins og staðan er þá hefur ekkert ríki innan ESB sögulegan rétt til þess að veiða innan íslenskrar lögsögu. Á þetta hefur verið beint, og leiðrétt mörgum sinnum nú þegar. Það munu því engin fiskiskip frá ríkjum ESB veiða úr íslenskum stofnum hérna við land, vegna reglna ESB um fiskveiðar, en þessar reglur byggja á fiskveiðistefnu ESB. Það liggur fyrir að þessum reglum um hlutfallslegan stöðugleika mun ekki verða breytt í endurskoðun fiskveiðistefnunar sem er núna í gangi.

    Heimildir.

    http://evropa.blog.is/blog/evropa/entry/1065818/

    http://www.ruv.is/frettaskyringar/evropusambandid/esb-og-sjavarutvegurinn

    http://ec.europa.eu/fisheries/cfp/index_en.htm

    Ísland fengi 6 þingmenn á Evrópuþinginu, 1 fulltrúa í Framkvæmdastjórn ESB, og síðan ráðherra eftir málaflokkum í Ráðherraráð ESB. Evrópuþingið er skipt upp eftir stjórnmálaflokkum, ekki eftir löndum.

    Sjá hérna, http://en.wikipedia.org/wiki/European_Parliament

Lokað er fyrir athugasemdir.