SUS slær takt Davíðs Oddssonar

Það er alveg ljóst að SUS slær takt Davíðs Oddssonar, og skammast sín ekkert fyrir það. Enda sést það best á því hversu ruglað og breglaður hugsunarhátturinn er orðin hjá meðlimum SUS að þeir eru jafnvel tilbúnir til þess að fórna sinni eigin framtíð, til þess að þóknast leiðtoga þeirra sem er Davíð Oddsson. Núverandi formaður sjálfstæðisflokksins skiptir þetta fólk í raun engu máli, það er helst að hann sé til óþurftar að þeirra mati.

Núna í dag kallar SUS eftir því að Ísland dragi til baka aðildarumsóknina að ESB. Eingöngu vegna þess að slíkt mundi henta spillingu og völdum sjálfstæðisflokksins, og engum öðrum. Hugmyndafræði sjálfstæðisflokksins og SUS í kjölfarið er mjög nálægt því sem er að finna í Republican stjórnmálaflokknum í Bandaríkjunum. Enda hefur þetta fólk farið á ráðstefnur og fengið frelsisstefna beint í æð þar, eins og sjá má hérna. Það má ennfremur ekki gleyma því að formaður SUS er „blaðamaður“ á Morgunblaðinu.

Það versta sem gæti gerst fyrir hagsmuni almennings á Íslandi væri það að sjálfstæðisflokknum tækst að draga umsókn Íslands að ESB til baka, eða frysta hana í ótakmarkaðan tíma (slíkt hefur gerst í nokkur skipti hjá ríkjum sem sótt hafa um aðild að ESB). Þetta bara einfaldlega má ekki gerast, enda yrðu afleiðinganar dýpri kreppa á Íslandi og minna traust á íslendinga í kjölfarið. Einnig er líklegt að landflótti frá Íslandi mundi aukast í kjölfarið.

Fréttir um ályktun SUS.

SUS vilja umsókn dregna til baka (Rúv.is)
SUS vill draga ESB umsóknina til baka (Vísir.is)
SUS vill draga aðildarumsókn að ESB til baka (DV.is) (Takið eftir dellu grafíkinni sem SUS hefur búið til og fylgir þessari frétt DV.is)

One Reply to “SUS slær takt Davíðs Oddssonar”

  1. Og eyjan setti _þetta_ á forsíðuna – Þorfinnur Ómarsson er hræðilega lélegur ritstjóri. Hann heldur áfram uppteknum hætti og birtir hvaða rugl sem er svo lengi sem það a) er jákvætt í garð ESB b) neikvætt í garð sjálfstæðisflokksins. Hér hefur hann hitt tvær flugur í einu höggi – og gildir einu hversu ótrúlega fjarstæðukennd þvæla skrifin eru.

Lokað er fyrir athugasemdir.