Ógeðfelldur Ögmundur

Það er einstaklega ógeðfellt að sjá Ögmund lýsa því yfir að hann vilji halda í veikburða stjórnsýslu og lélega starfshætti innan íslenskrar stjórnsýslu. Það er ekki nein önnur leið til þess að túlka þessi hérna ummæli Ögmundar með neinum öðrum hætti.

„Mér finnst þetta sérlega ógeðfellt,“ segir Ögmundur Jónasson, þingmaður Vinstri grænna. „Við höfum gengið til þessara samninga á jafnræðisgrundvelli til að kanna forsendur fyrir því hvort Íslendingar vilji ganga í Evrópusambandið eða ekki. En þessar kvaðir um að aðlaga okkar stjórnsýslu að stjórnsýslu Evrópusambandsins, með öðrum orðum að laga okkur að ESB í þessu viðræðuferli miðju, er nokkuð sem margir höfðu nú ekki reiknað með að væri jafn umfangsmikið og raun ber vitni. Svo þegar í ofanálag er verið að bera á okkur fé með þessum hætti, þá veldur það óneitanlega örlítilli velgju.“

Tekið af Eyjan.is, hérna.

Það er stóralvarlegt mál ef alþingismenn vilja ekki styrkja stjórnsýsluna á Íslandi eins og þarna á að gera með hjálp ESB.

Vefsíða ESB um IPA styrki.

Frétt Vísir.is um þetta mál.

Ögmundur: Sérlega ógeðfellt

One Reply to “Ógeðfelldur Ögmundur”

  1. Sammála þér þarna. Fannst þessi ummæli Ögmundar einhver hans döprustu sem að ég hef heyrt.

    Datt nú bara hérna inn fyrir tilviljun. Margt á hugavert hér fæ að glugga í það 😉

Lokað er fyrir athugasemdir.