Hin svissneska leið Ögmundar Jónassonar

Í grein sem birtist í Fréttablaðinu í dag (15 Júlí 2010) er Ögmundur Jónasson að rembast við að berjast á móti EES samningum og ESB. Þar reynir Ögmundur á veikan og órökstuddar hátt að reyna færa fyrir því rök að leið Svisslands hafi verið betri en EES samningurinn.

Svissneska leiðin sem Ögmundi þykir svo vænt um gengur útá það að gera tvíhliða samninga við ESB. Í dag hafa Svisslendingar rúmlega eitthundrað slíka samninga við ESB, og fer þeim fjölgandi með hverju árinu sem líður. Leið Svisslendinga þýðir ennfremur að Sviss þarf að taka upp lög ESB á sama hátt og EES ríkin. Þó er munurinn að Sviss getur hafnað að taka upp ákveðin lög ESB ef svo ber undir. Þá tekur hinsvegar við flókið og dýrt lagaferli sem snýst um að leysa viðkomandi lagahnút. Nánar um þá tvíhliða samninga sem Sviss hefur gert við ESB hérna (Wiki grein, þarf ekki að vera fullkomlega rétt). Það er ennfremur ljóst að Sviss á eftir að verða aðili að ESB einn daginn, það getur vel verið að það muni verða eftir tíu ár, eða tuttugu ár. Það hinsvegar mun gerast þegar svisslendingar eru tilbúnir til þess að ganga í ESB. Það er nauðsynlegt að benda á þá staðreynd að Sviss gekk ekki í Sameinuðu Þjóðinar fyrr en árið 2002. Þannig að ESB aðild Svisslands mun taka sinn tíma. Sviss sækist í dag eftir auknu samstarfi við ESB, enda umkringt ESB aðildarríkjum. Hérna er frétt BBC News um Sviss og þau vandamál sem þeir kljást við í samskiptum sínum við ESB vegna þeirra tvíhliða samninga sem þeir hafa samið um.

Það er hinsvegar alveg ljóst að hin svissneska leið Ögmundar er ekkert annað en draumsýn sem mun aldrei verða að veruleika. Enda mundi Ögmundur líklega setja sig uppá móti þessari leið þegar hann áttaði sig á því hvað það mundi þýða fyrir íslendinga. Þar sem íslendingar yrðu að taka upp lög ESB á sama hátt og er gert núna í dag, án nokkura áhrifa innan ESB.

Ef íslendingar vilja hafa áhrif innan ESB og á þau mál sem eiga sér stað innan ESB, og Evrópu. Þá er eina leiðin til þess að ganga í ESB og taka fullan þátt í starfi sem þar á sér stað. Á þann hátt tryggja íslendingar sér völd og áhrif. Ef íslendingar hafna ESB aðild, þá eru íslendingar jafnframt að kjósa áhrifaleysi og einangrun frá þeim ákvörðunum sem teknar verða innan Evrópu, og það verða teknar ákvarðanir sem munu hafa bein áhrif á hagsmuni íslendinga til lengri og skemmri tíma.

Grein Ögmundar.

ESB og lýðræðið

Texti uppfærður klukkan 18:26. Stafsetningarvilla löguð.

One Reply to “Hin svissneska leið Ögmundar Jónassonar”

  1. Góð grein, ekki vanþörf á því að leiðrétta vitleysuna sem Ögmundur ver á síðum dagblaðanna.

    Svo má bæta við að það er lítill áhugi hjá ESB á því að gera svona sérsamninga við Ísland. Málið horfir einfaldlega öðruvísi við með Sviss; Það er land í hjarta Evrópu, þetta er bæði mikilvæg fjármálamiðstöð og flutningsmiðstöð, umkringt ESB löndum. Voldug ríki á borð við Frakkland, Þýskaland og Ítalíu hafa gríðarlegra hagsmuna að gæta af því að ESB geri svona tvíhliða samninga við Sviss. Hreint út sagt, þá er Sviss miklu mikilvægari fyrir ESB heldur en Ísland. Ísland er á hjara veraldar. Hagsmunir ESB af svona samningum væru litlir sem engir.

    Þessari ályktun til frekari stuðnings má benda á það þegar íslensk stjórnvöld vildu láta endurskoða EES samninginn (væntanlega til að geta notið Evrópusamvinnunnar betur). Undirtektirnar voru engar hjá ESB (smá upprifjun: http://www.utanrikisraduneyti.is/frettaefni/raedurHA/nr/1780 )

Lokað er fyrir athugasemdir.