Endurteknar lygar um ESB og bókhald þess.

Það er alveg magnað að sjá andstæðinga ESB grípa til endurtekinna lyga um ESB, jafnvel þó svo að það sé löngu búið að fletta ofan af viðkomandi. Núna eru andstæðingar ESB á Íslandi farnir að saka ESB um slæma stjórnsýslu á þeim grundvelli að bókhald ESB hafi ekki verið samþykkt síðustu 14 ár. Þessi fullyrðing að bókhald ESB hafi ekki fengist samþykkt undanfarin áratug. Þessi fullyrðing er auðvitað ekkert nema lygi af þeim sem halda slíku fram, og gera slíkt án nokkura heimilda.

Hjörtur J. Guðmundsson, stjórnarmaður í Heimssýn og blaðamaður á Morgunblaðinu heldur þessu meðal annars fram. Í nýlegri bloggfærslu setti hann þessa hérna fullyrðingu fram.

Þá væntanlega þessa sömu sem hafa m.a. ekki fengið bókhald Evrópusambandsins samþykkt í 14 ár samfellt vegna þess að þeir vita ekki að stóru leyti í hvað allir þessir peningar hafa farið!

Vakin var athygli á málinu árið 2002 af þáverandi yfirmanni endurskoðendasviðs sambandsins, Mörtu Andreasen. Hún byrjaði á því að reyna að benda yfirmönnum sínum á alvarleika málsins en var sagt að láta sem ekkert væri og sópa málinu undir teppið.

Þetta er auðvitað ekki rétt, þar sem þetta er ekkert nema lygi og tóm þvæla. Í frétt frá BBC News frá árinu 2006 kemur þetta hérna fram um svona fullyrðingar, eins og þá sem Hjörtur J. Guðmundsson setur fram.

For while the auditors have found problems with the way the EU spends its money – every year since they first had to provide a declaration of assurance in 1994 – they have also declared the EU accounts to be „reliable“.

This means that the European Commission has accurately recorded all transactions, assets and liabilities.

So reports saying that the auditors „refused to sign off the accounts“ are misleading.

Frétt BBC News frá árinu 2006.

Þetta þýðir einfaldlega að bókhald ESB hefur fengist samþykkt af endurskoðunarstofnun ESB frá árinu 1994, og fullyrðingar andstæðinga ESB á Íslandi um að bókhald ESB hafi ekki fengist samþykkt eru ekkert nema tómar lygar. Það er auðvitað löngu búið að leiðrétta þessa lygi í andstæðingum ESB á Íslandi. Hinsvegar hefur óheiðarlegt fólk aldrei látið slíkt smáatriði stoppa sig.

Vefsíða endurskoðunarskrifstofu ESB.

European Court of Auditors