Örvænting Heimssýnar og andstæðinga ESB á Íslandi

Eftir að formaður LÍÚ lét þau orð falla á Rás 2 (hægt að hlusta hérna) að ekki ætti að draga umsókn Íslands að ESB til baka og íslendingar ættu að ná sem bestum samningum við ESB. Þá hafa andstæðingar ESB og Heimssýn farið í nauðvörn og gera núna allt sem þau geta til þess að snúa útúr þeirri umræðu, og jafnvel hreinlega ljúga til um það sem formaður LÍÚ sagði á Rás 2.

Núna síðast er stjórnamaðurinn Hjörtur J. Guðmundsson (er einnig blaðamaður á Morgunblaðinu) í Heimssýn búinn að skrifa grein á vefinn Evrópuvaktin (vefur Björn Bjarnarsonar, Styrmis og Friðbjörns Orra) þar sem örvænting Heimssýnar og andstæðinga ESB á Íslandi kemur augljóslega fram. Enda hefur Heimssýn það sem stefnu að ljúga sem mest að almenningi um ESB, og stefna þeirra er ennfremur sú að það eigi að gera allt stoppa aðildarviðræður Íslands og ESB.

Eftir að formaður LÍÚ sagði að hann vildi halda aðildarviðræðum áfram og tryggja að íslendingum góðan aðildarsamning, fóru andstæðingar ESB á Íslandi í yfirdrif og komu málum þannig fyrir að formaður LÍÚ varð að gefa út fréttatilkynningu um að orð hans höfðu verið mistúlkuð og fleira fram eftir götum. Það sem er þó staðreynd að orð formanns LÍÚ voru bara alls ekkert mistúlkuð þegar á reyndi. Það er hinsvegar alveg ljóst að andstæðingar ESB á Íslandi eru að snúa útúr umræðunni og blekkja fólk.

Á meðan andstæðingar ESB á Íslandi snúa útúr umræðunni og blekkja fólk. Þá er það mín skoðun að almenningur og hagsmunaaðilar hafi nákvæmlega ekkert að tala við andstæðinga ESB á Íslandi. Enda er augljóst að þetta fólk er að vinna gegn hagsmunum almennings og fyrirtækja á Íslandi.