Ritstjóri AMX og Evrópuvaktarinnar í skúffu

Það er nauðsynlegt að minna á þá staðreynd að DV sagði frá því þann 1. Júní 2010 að ritstjóri AMX og Evrópvaktarinnar var á kafi í skúffufyrirtækjum. Þá væntanlega í þeim tilgangi að koma undan illa fengum peningum og öðrum eignum. Slíkt er nefnilega orðið þekkt vinnulag innan sjálfstæðisflokksins, og þá sérstaklega hins öfgafulla ný-frjálshyggjuarms sjálfstæðisflokksins. Umrætt fyrirtæki fékk Friðbjörn Orri afhent frá Hannesi Hólmstein eftir að hann hafði augljóslega misst tökin á því að halda utan um skúffufyrirtækið í Brasilíu.

Tilvitnun úr frétt DV.

Samkvæmt ársreikningum félagsins eignaðist félag í eigu Friðbjörns Orra, Skipaklettur ehf., rannsóknarsetrið og eignarhaldsfélag þess árið 2008. Setrið er verðlagt á tæpar 25 milljónir en það var áður í eigu Hannesar Hólmsteins Gissurarsonar, prófessors í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands. Svo virðist sem vinur Hannesar, ritstjórinn Friðbjörn Orri, hafi tekið við eignarhaldinu árið 2008 en hvorugur þeirra svarar nokkru til um ástæðu þessara breytinga.

Friðbjörn Orri er tengdur sjálfstæðisflokknum og Davíð Oddssyni nánum böndum virðist vera. Enda starfar hann með innsta kjarna Davíðs Oddssonar, þar á meðal Birni Bjarnarsyni og Styrmi fyrrverandi ritstjóra Morgunblaðsins.

Frétt DV.

Benda báðir á Þorvald Gylfason (DV.is, 10 Júní 2010)