Lygari í vinnu á Morgunblaðinu (og er einnig stjórnarmaður í Heimssýn)

Raðlygarinn og öfga-hægri maðurinn Hjörtur J. Guðmundsson starfar núna sem blaðamaður á Morgunblaðinu, en Hjörtur er einnig stjórnarmaður í Heimssýn. Í nýlegri bloggfærslu sinni um ESB þá kemur ekki stafur af staðreyndum fram í þeim, þar koma fram eingöngu útúrsnúningur og lygar frá honum um ESB.

Í þessu tilfelli er Hjörtur að tala um spillingu í Austurríki og vandamál tengd henni. Það er þá helsta vandamálið að Austurríki er ekki að gera nóg til þess að koma í veg fyrir spillingu. Samkvæmt OECD þá kemur Austurríki mjög illa útúr þeirra mælingum, enda er ekki nægjanlega gert í Austurríki til þess að koma í veg fyrir spillingu þar í landi. Það hinsvegar segir ekkert til um það hvort að Austurríki sé spillt land eins og Hjörtur ýjar að í þessari bloggfærslu sinni.

Þetta hinsvegar kemur ESB ekki beint við. Þó er það stefna innan ESB (A comprehensive EU anti-corruption policy) að koma í veg fyrir spillingu í aðildarríkjunum, en vegna ákveðinna atriða þá getur ESB ekki hlutast beint um þau mál heldur verður að láta aðildarríkjunum sjálfum eftir að berjast við spillinguna. Enda er hérna um dómsmál og lögreglumál að ræða, og yfir þeim hafa aðildarríki ESB eingöngu lögsögu en ekki ESB sjálft. Innan ESB sjálft er einnig barist af fullum krafti gegn spillingu, enda er þar starfandi stofnun að nafni OLAF sem hefur það eina hlutverk að berjast gegn spillingu innan ESB. Þær fullyrðingar andstæðinga ESB á Íslandi um að ESB leyfi spillingu og geri lítið gegn henni eru ekkert annað en lygi frá andstæðingum ESB á Íslandi.

Staðreyndin er þessi hérna. Innan stórra samtaka eins og ESB mun alltaf verða einhver spilling til staðar, innan aðildarríkja ESB mun alltaf verða einhver spilling til staðar. Hinsvegar er verið að berjast gegn spillingu bæði innan aðildarríkja ESB og innan ESB sjálfs. Það bæði kemur í veg fyrir afbrot og endurheimtir jafnvel það fjármagn sem hefur tapast vegna spillingar innan ESB og aðildarríkja ESB.

Það er ennfremur alveg ljóst að ef Ísland verður aðili að ESB þá munum við taka upp þessa baráttu ESB gegn spillingu í stjórnsýslunni og öðrum sviðum þjóðfélagsins. Það er því ekkert nema lygi í Hjörti að spilling muni aukast á Íslandi við inngöngu í ESB. Það mun draga úr spillingu á Íslandi við ESB, enda munum við þá fá óháð alþjóðlegt eftirlit með stjórnsýslu Íslands sem kæmi þá frá ESB og stofnunum þess.

Fréttir af þessu.


Lítið aðhafst gegn spillingu

OECD expert criticizes Austria for being „oasis of corruption“

Haider’s millions came from Libya, Iraq: media reports