Verið að hlekkja kúabændur við einn kaupanda mjólkur

Afleiðinar nýs frumvarp um mjólkurframleiðslu eru margvíslegar. Ein afleiðing af þessu mjólkurfrumvarpi er sú staðreynd að kúabændum verður gert ómögurlegt að selja mjólk sína til kaupanda sem bíður besta verðið. Í þessu frumvarpi er Mjólkursamsalan gerð að einokunaraðila á markaðinum, og einnig eina kaupanda mjólkurinnar af bændum. Vegna þess að þetta verður raunin, þá getur Mjólkursamsalan boðið bændum hvaða skítaverð sem þeim dettur í hug á hverjum tíma, og selt síðan vöruna á okurverði til neytenda og stungið mismunum í vasan. Það er ennfremur ljóst að sem einokunaraðli á markaði þá þarf Mjólkursamsalan ekkert huga að gæðum umfram það lámark sem ríkið setur á þeim vörum sem seldar eru til neytenda. Vöruúrval verður ennfremur lítið og lélegt ef þetta frumvarp verður að lögum. Þar sem að Mjólkursamsalan mun ekki sjá neinn tilgang í að fjölga vöruúrvalinu á Íslandi þegar þeir sitja einir að markaðinum á Íslandi.

Þetta frumvarp sem Landbúnaðarráðherra fer ekki aðeins illa með neytendur á Íslandi, heldur fer það einnig illa með kúabændur. Í reynd þá er það þannig að helsti óvinur bænda á Íslandi eru Bændasamtökin og önnur hagsmunasamtök sem þykjast í nafni vinna að hagsmunum bænda, en eru í reynd að vinna gegn bændum og fyrir hagsmuni söluaðila sem græða alveg hrikalega á núverandi kerfi. Það er ennfremur ljóst að núverandi landbúnaðarkerfi bíður uppá mikla og djúpa spillingu. Núverandi landbúnaðarkerfi er ennfremur dýrt og óskilvirkt fyrir íslendinga, enda er gagnsæi ekkert og sóun í landbúnaðarkerfinu mjög mikil.

Það á að leggja þetta kerfi niður á fimm til tíu árum og taka upp landbúnaðarkerfi sem hentar bændum og neytendum.

Ráðherranum Jóni Bjarnarsyni og Atla Gíslasyni er ennfremur bent á eftirtalda staðreynd. Samkeppniseftirlitinu er ekki illa við bændur, heldur var það bara að vinna vinnuna sína og fjalla um lögin. Sú staðreynd að Jón Bjarnarson og Atli Gíslason grípa til svona lákúrulegra ásakana um Samkeppniseftirlitið segir mér aðeins eitt. Þessir menn vita að umrædd lög munu koma neytendum á Íslandi illa, og munu ennfremur koma kúabændum illa og skaða hagsmuni þeirra til lengri tíma. Enda er það skilyrðislaus krafa mín að umræddir menn segi stöðu sinni lausri á Alþingi. Ég krefst þess ennfremur að Jón Bjarnarson verði rekin sem ráðherra úr ríkisstjórn Íslands, enda er það algerlega ólýðandi að ráðherrar séu að vinna gegn hagsmunum kjósenda eins og hérna er verið að gera.

Frétt Rúv.

Eftirlitinu sé illa við bændur