Kristnir öfgamenn á Íslandi I – Heilagir Peningar I

Ég ætla að byrja hér með að skrifa um kristna öfgamenn á Íslandi. En sannleikurinn er sá að kristnir öfgamenn hafa skotið niður rótum hérna á landi og eru hreinlega farnir að verða plága með sínum hatursboðskap útí allt og alla sem ekki hlusta á ruglið í þeim og fara eftir þeirra „heilaga orði“. Kristnir öfgamenn eru vaxandi vandamál á Íslandi, enda fá þeir að breiða út boðskap sinn og hatur í friði hérna á landi, enda hefur lítið farið fyrir gagnrýni á kristna trú hérna á landi. Slík hefur hræðslan verið undanfarna áratugi verið í garð kirkjunnar og presta. Í dag hafa markaðstrúfélög sprottið upp hérna á landi en þessi félög oft útvarpsstöðvar og sjónvarpsstöðvar til þess að breiða út sinn boðskap, flestar af þessum trúarútvarpsstöðvum eru í Reykjavík og höfuðborgarsvæðinu, en einnig eru nokkrar útá landi. Þessi markaðstrúfélög koma beint frá Bandaríkjunum, þar sem að trúfélög eru rekin með þessum hætti. En þessum trúfélögum fylgir einnig gífurleg öfgatrú, enda er mikinn pening að hafa útúr fólki með þessum, enda velta þessi trúfélög milljörðum á ári hverju og flest af þessum tekjum kemur í gegnum tíund sem fólk er hvatt til þess að borga, hluti af tekjum þessara trúfélaga kemur í gegnum ríkið.

Ég veit ekki ennþá hversu mikið einkarekin trúfélög velta á ári á Íslandi, en ég er að reyna að afla mér uppýsinga um það. Hitt veit ég að ríkiskirkjan fær frá íslenska ríkinu uþb 8 milljarða á ári. Peningum sem hefði verið betur varið í menntamál hérna á landi, en í menn sem hafa þann starfa að breiða út kjaftæði og ljúga að fólki að guð sé til og að maður að nafni Jesú hafi verið til og að hann hafi labbað á vatni, risið upp frá dauðum og vakið fólk upp frá dauðum og aðra slíka vitleysu, en ég mun fjalla nánar um þetta atriði seinna.

Markaðsvædd trúfélög hérna á landi er það versta sem hefur komið fyrir íslensku þjóðina í langan tíma og af nógu er að taka þar af. En þar sem að þessi trúfélög eru í raun fyrirtæki sem ganga útá gróðasjónarmið þá er það einmitt í þeirra hag að ná sem flestu fólki inn, skiptir þá einu hvort að það fólk sé veikt eða ekki. Bara að það borgi nógu mikið í trúfélagið, með tíund eða öðrum greiðslum. Um slík dæmi var fjallað í fréttum fyrir uþb 10 árum síðan (eða styttra). Ég veit ekki hvort að það séu til einhver afrit af þeim fréttum enda langt síðan umrædd atvik komu upp og voru í þjóðfélagsumræðunni. En man þó að fólk var mjög hneykslað á framferði trúfélaganna þá.

Meira síðar….