Lög og Sáttmálar ESB

Í komandi aðildarviðræðum Íslands og ESB þá munu íslendingar þurfa að taka upp restina af lögum ESB upp í íslenskum lögum, og ganga þannig frá málum að lög ESB gildi á Íslandi. Nema þar sem samið verður sérstaklega um undanþágur frá lögum ESB. Einnig sem að sáttmálar ESB munu hafa lagalegt gildi á Íslandi í kjölfarið á aðild. Það er ekki samið um sáttmála ESB í aðildarviðræðunum, þeir munu taka sjálfkrafa gildi við aðild Íslands og annara ríkja sem hafa sótt um ESB aðild á undanförnum árum um leið og viðkomandi ríki verður aðili að ESB.

Andstæðingar ESB á Íslandi gera mikið úr þessari staðreynd. Þeir gleyma því þó (viljandi) íslendingar hafa verið að taka upp lög ESB síðan árið 1994, þá í gegnum EES samninginn og samkvæmt þeim skildum sem er að finna í honum.

Á vef Utanríkisráðuneytisins stendur þetta hérna.

Löggjöf ESB er í samningaviðræðum skipt upp í eftirtalda 35 kafla og síðan samið um þá hvern og einn, skref fyrir skref. Ísland hefur þegar tekið upp stóran hluta löggjafar 22ja af 35 köflum lagaverks ESB í gegnum EES-samninginn frá 1994. Smellið á heiti kafla til þess að sjá nánari lýsingu.

Tekið héðan.

Samkvæmt þessu. Þá þurfa íslendingar bara að taka upp löggjöf í 11 lagaköflum ESB (það er ekkert að taka upp í tveim lagaköflum) sem útaf standa, og hugsanlega bæta upptöku laga í nokkrum lagaköflum sem EES samningurinn nær til. Sá hræðsluáróður sem andstæðinga ESB á Íslandi halda á lofti um þetta ferli er gjörsamlega úr lausu lofti gripinn og hefur ekkert með raunveruleikann að gera. Sérstaklega í ljósi þess að íslendingar hafa verið að taka upp lög ESB síðan árið 1994, eða frá gildistöku EES samningins.

Hérna á Wikipedia er hægt að sjá hvaða kaflar ESB lagana íslendingar hafa nú þegar tekið upp samkvæmt EES samningum, og hvaða kaflar verða einfaldir í lausn og hvaða kaflar verða erfiðir þegar íslendingar hefja samningaviðræður við ESB.

Nánari upplýsingar.

Stækkunarvefsíða ESB – lög ESB og nánari upplýsingar um allt aðildarferlið.