Efnahagslausnir andstæðinga ESB á Íslandi

Það má í ýmsu sjá efnahagslausnir andstæðinga ESB á Íslandi. Efnahagslausnir andstæðinga ESB á Íslandi virka þannig að þær kom alltaf illa út fyrir almenning á Íslandi, en alltaf vel út fyrir þá sérhagsmunahópa sem þær eru gerðar til þess að vernda. Þessar lausnir fyrir sérhagsmunahópa andstæðinga ESB á Íslandi munu þó eingöngu duga mjög skammt, þar sem að höft eins og þau sem eru í gangi núna á Íslandi hafa tilhneigingu til þess að vinda uppá sig.

Eitt af því sem sjálfstæðisflokkurinn gerði þegar efnahagur Íslands hrundi árið 2008 var að setja á gjaldeyrishöft. Það gerði íslensku krónuna verðlausa í hagkerfi heimsins, á einni nóttu tókst sjálfstæðisflokknum að láta afskrifa íslensku krónuna úr hagkerfi heimsins. Þetta var því miður gert með samþykki Samfylkingarinnar og verður að teljast skammarblettur á sögu þess stjórnmálaflokks. Þessi gjaldeyrishöft voru hinsvegar ekkert óvænt. Sérstaklega í ljósi þess að íslensk stjórnmál eru stöðnuð og gamaldags, og oft á tíðum taka lausnir stjórnmálamanna á Íslandi ekki tillit til aðstæðna og þess umhverfis sem íslendingar og Ísland er hluti af í dag. Þess í stað er gripið til lausna sem eru gamaldags, óskilvirkar og skila oft allt öðrum árangri en ætlast var til.

Flestir evrópusinnar reyna að líta til framtíðar með aðild Íslands að ESB. Enda yrði staða Íslands og íslendinga styrkt til munar með aðild að ESB. Sérstaklega þá með upptöku evru, þar sem á einni nóttu yrði allt sem heitir óstöðugleiki gjaldmiðilsins þurrkaður varanlega útúr íslenskum efnahag. Það er nefnilega staðreynd að óstöðugleiki krónunnar kostar íslendinga margar þjóðarframleiðslur á hverju ári. Bara beinn kostnaður almennings af óstöðugleika krónunnar er margir milljarðar. Minnkandi verðgildi krónunar er einnig kostnaður sem íslendingar þurfa að bera. Enda veldur lækkandi verðgildi krónunar kaupmáttarrýrnun uppá marga milljarða á hverju ári.

Það er staðreynd að andstæðingar ESB á Íslandi voru við völd á Íslandi í rúmlega 18 ár, eða frá árinu 1991 til árins 2009. Þegar sjálfstæðisflokkurinn tapaði völdum í kjölfarið á því að ríkisstjórn sjálfstæðisflokks og Samfylkingar sprakk í Janúar 2009. Allan þennan tíma hafa íslendingar lifað eftir hugmyndafræði andstæðinga ESB á Íslandi, og hverju hefur það skilað íslenskum almenningi. Nákvæmlega ekki neinu, nema verri kjörum, verðbólgu, atvinnuleysi, bóluhagkerfi, haftakrónu, verðtryggingu, háum vöxtum, háu verðlagi og fleira í þeim dúr. Staðreyndin er mjög einföld, andstæðingar ESB á Íslandi hafa fengið að stjórna með þeim afleiðingum sem núverandi stjórnvöld þurfa að leysa úr vandamálunum með hörðum aðgerðum, sem bitna á almenningi á Íslandi núna í dag.

Í dag er ekki að sjá að lausnir andstæðinga ESB á Íslandi séu einhverjar aðrar en þær sem þeir hafa boðið þjóðinni uppá síðustu 17 árin, og ég reikna ekki með að það verði nein breyting þar á. Engu að síður finnur almenningur á Íslandi nauðsyn til þess að taka undir málflutning andstæðinga ESB á Íslandi, og vera á móti ESB aðild Íslands. Jafnvel þegar ljóst er að ESB aðild Íslands mun laga stöðu og kjör almennings til mikilla muna yfir nokkura ára tímabil. Koma stöðugleika á hagstjórnina og gera krónuna að gjaldfærum gjaldmiðli í heiminum á meðan íslendingar bíða þess að fá taka upp evruna sem gjaldmiðil. Það eina sem almenningur fær útúr því að vera á móti ESB aðild Íslands er meira af því sama frá andstæðingum ESB á Íslandi.

Það er verðbólgu, háum vöxtum, háu verðlagi og öðru slíku sem við öll þekkjum í dag.