Þriðja heimsstyrjöldin (World War Three)

Kafli þrjú – Vandræði í norðri, 1 Nóvember – 10 Nóvember 2008

Stríðið gengur illa fyrir bandalagsþjóðinar og NATO. En her Rússlands er langt kominn með að taka yfir Finnland í upphafi Nóvember. En samkvæmt fréttum þá berjast finnar ennþá, með hjálp frá Svíþjóð sem hefur náð að verja landamæri sín í norðri gegn innrás rússa, en þrátt fyrir það hafa rússar tekið yfir örlítinn hluta af Noregi, en norðmenn vonast til þess að ná því svæði aftur fljótlega. En rússar eru með talsverðan herafla á svæðinu og óvíst hvort að norðmenn nái aftur sínu landsvæði í bráð. Ríkisstjórn Íslands hefur sett neyðarlög að beiðni nato sem leyfa ritskoðun á fréttum, til þess að koma í veg fyrir njósnar innan Íslands geti komið leyniboðum út til rússlands í gegnum fjölmiðla. Einnig sem fréttir hafa borist af því að hermenn nato hafi farið inní rússneska sendiráðið og ætlað sér að handtaka sendiherran. En þegar á reyndi, þá reyndist sendiráðið tómt og augljóst á ummerkjum og því sem eftir var inní því að rússar höfðu yfirgefið það fyrir talsverðu síðan. Talið er að rússar hafi yfirgefið sendiráðið nokkru áður en þeir réðust inní austur-evrópu.

Óstaðfestar fréttir hafa borist af því að rússar hafi hertekið Jan Mayen og Svalbarð en þessar fréttir eru ekki staðfestar vegna fréttabanns á margar fréttir, sem hefðu getað útskýrt stöðu mála um gang stríðsins. Einnig hafa óstaðfestar fregnir borist frá sjómönnum að stór herafli sé farin að safnast saman við Jan Mayen. Margir einstaklingar á internetinu eru að velta því fyrir sér hvort að rússlar ætli sér að ráðast á Ísland og hertaka það, aðrir eru að spá því að rússar séu að undirbúa árás á Noreg eða Bretland. En ennþá hefur ekkert sannast hvort verður ennþá.

Fjármálamarkaðir eru komnir í algert rugl vegna stríðsins, en bara á einni viku féll hlutabréfamarkaðurinn um meira en 100%, þeir hafa þessa stundina lokað og ekki er heldur boðið uppá nein hlutabréfaviðskipti á Íslandi, en markaðir hérna á landi féllu meira en markaðir erlendis. Millilandaflug hefur verið takmarkað, en núna fær fólk aðeins að fljúga erlendis ef það fær leyfi frá ríkinu (Utanríkisráðuneyti og Dómsmálaráðuneyti), einnig sem það þarf að sækja um visa hjá því ríki sem áætlunin er að heimsækja. En það er einnig orðið þannig í dag að flugfargjöld eru orðin gífurlega há og almenningur hefur ekki lengur efni á því að fljúga á milli landa eins og var fyrir stríð. Einnig sem að flugferðir eru mjög takmarkaðar þessa stundina og aðeins eitt flugfélag fær að fljúga frá Íslandi að auki. Vörflutningar hafa einnig verið takmarkaðir vegna stríðsins og hefur því komið upp vöntun á vörum hérna á landi. En skipaflutningar ganga mjög hægt vegna kafbátahættu sem er orðin viðvarandi á norður-atlandshafi, en rússneskir kafbátar sökktu flutningaskipti frá Bretlandi fyrir um viku síðan, en fréttir bárust fyrst af því fyrir nokkrum dögum.

Ástandið almennt hefur einnig farið versnandi á Íslandi. En mörg fyrirtæki berjast í bökkum og atvinnuleysi er orðið mikið vegna þess. Ríkisstjórnin er nú þegar farinn að tala um það að kaupa aftur Landsíma Íslands hf, ásamt grunnnetinu. Ástæðan mun vera ótrygg ástand vegna stríðsins, en Landsími Íslands hf varð næstum því gjaldþrota í kjölfarið á hruninu á hlutabréfamarkaðinu, en ríkið varði fyrirtækið algjöru gjaldþroti vegna þess að það á grunnnetið og rekur þjónustu sem tengist her nato beint hérna á landi. En restin af fjarskiptafyrirtækjunum hérna á landi annaðhvort berjast í bökkum eða eru farin á hausinn.

Almenningur er farinn að venjast breyttum heimi, hver svo sem niðurstaðan verður úr þessari heimsstyrjöld, þá er það alveg víst að heimurinn mun aldrei verða samur þegar þetta stríð endar.