Aftur klikkar Evrópuvaktin í landafræðinni

Þeir sem standa á bak við Evrópuvaktina virðast ekki vera neitt voðalega góðir í landafræði eins og ég hef bent áður á. Það er hinavegar alveg ljóst að með sama áframhaldi þá þurfa þeir sem standa að baki Evrópuvaktinni að fara í endurmenntun. Kvöldskólar væru væntanlega góður kostur fyrir þetta fólk.

Í nýjustu færslunni á Evrópuvaktinni þá fullyrða þeir að ekkert aðildarríki að ESB sé á norðurslóðum. Þetta er rangt. Þar sem að Svíþjóð og Finnland eiga aðgang að norðurslóðum. Það er alveg ljóst að Svíþjóð og Finnland eiga ekki aðgang að norðurpólnum sem er allt annað málefni út af fyrir sig og kemur ESB lítið við um þessar mundir. Það gæti þó breyst ef að Grænland og Færeyjar sína því áhuga að verða aðildarríki að ESB (í gegnum Danmörku vegna stöðu þeirra) á næstu árum.

Umrædd fullyrðing.

Engin þjóðanna á norðurslóðum á aðild að Evrópusambandinu. Fyrir vestan Ísland er um að ræða Bandaríkin, Kanada og Grænland. Fyrir austan Ísland eru Færeyrjar, Noregur og Rússland. Grænlendingar sögðu sig úr Evrópusambandinu 1985. Norðmenn hafa tvisvar hafnað aðild að Evrópusambandinu í þjóðaratkvæðagreiðslu. Enginn færeysku stjórnmálaflokkanna hefur aðild að Evrópusambandinu á stefnuskrá sinni.

Hvað Færeyjar og ESB varðar þá ætla ég að taka það sérstaklega fyrir seinna. Eins og þarna má sjá telja Evrópuvaktsmenn að mestu leiti upp þær þjóðir sem geta ekki orðið aðildar að ESB. Þessar þjóðir eru auðvitað Bandaríkin og Kanada. Hvað Rússland varðar þá hafa þeir ekki ennþá sýnt áhuga á því að verða aðildar að ESB. Reyndar er málum þannig háttað í dag að Rússland getur ekki orðið aðildarríki að ESB. Bæði vegna landlægrar spillingar og brotsins stjórnkerfins. Einnig sem að stærð Rússland yrði stórt vandamál fyrir önnur aðildarríki ESB eins og sambandið er byggt upp í dag. Þannig að aðild Rússlands að ESB er ekki á dagskránni á næstu 50 árum mundi ég halda.

Það er einnfremur ljóst að Evrópuvaktin og andstæðingar ESB á Íslandi túlka niðurstöðu þjóðfundarins sér í hag með því að snúa útúr því sem þar stendur.

FRIÐUR OG ALÞJÓÐASAMVINNA – Gildi og gildistengd atriði sem lúta að stöðu Íslands í samfélagi þjóðanna, svo sem öryggi, friður og hlutleysi. Ísland sé sjálfstætt og fullvalda ríki sem leggi áherslu á samvinnu við aðrar þjóðir, sérstaklega á norðurslóðum. Ísland sé málsvari friðar og taki þátt í alþjóðasamstarfi í þeim tilgangi. Öryggi landsins skal tryggt. Ísland taki virkan þátt í samstarfi um náttúruvernd, sjálfbæra nýtingu auðlinda, vernd mannréttinda og þróunar- og hjálparstarfi. Ísland sé herlaust og kjarnorkuvopnalaust.

Tilvitnun sem er fengin af vef Silfri Egils.

Það er alveg ljóst að til þess að uppfylla þetta ákvæði, ef það ratar í nýja stjórnarskrá íslenska lýðveldisins er með ESB aðild Íslands. Enda er aðild Íslands að ESB ekkert annað en þáttaka í alþjóðasamstarfi eins og það gerist viðtækast. Þá er Ísland að taka þátt í alþjóðsamstarfi með þjóðum Evrópu og á þeim sameiginlega grundvelli sem þjóðir Evrópu hafa sett sér. Það sem þjóðfundurinn sagði er mjög einfalt. Það er ekki verið að útiloka ESB aðild Íslands með neinum hætti. Það er ennfremur ljóst að þeir sem halda slíku fram eru einfaldlega að snúa útúr þeirri niðurstöðu sem þarna var lögð fram á skýran og augljósan hátt.

Það er ennfremur ljóst að hvorki fullveldi Íslands eða sjálfstæði skerðist við ESB aðild. Það hinsvegar breytist, eins og á sér alltaf stað þegar íslendingar auka samstarf sitt á alþjóðlegum vettvangi.

Útúrsnúningur Evrópuvaktarinnar.

Meginniðurstaða þjóðfundar: Fullveldi og sjálfstæði Íslands sé tryggt (Evrópuvaktin)