Vinstri Grænir stefna að einangrun Íslands

Það er að sjá í fréttum frá Morgunblaðinu (samherjar Vinstri Grænna gegn ESB) að Vinstri Grænir ætla sér að setja fram ennþá fáránlegri kröfur varðandi aðildarferli Íslands og ESB en þeir hafa undanfarið komið með undanfarið. Það er háttur Vinstri Grænna í umræðunni um að ESB að koma með reyksprengjur og lygar varðandi aðildarferli Íslands og ESB.

Hérna er nýjasta reyksprengjan frá Vinstri Grænum þegar það kemur aðildarviðræðum Íslands og ESB.

Flokksráð VG gerir þá skilyrðislausu kröfu að yfirstandandi aðlögunarferli að
Evrópusambandinu verði stöðvað, svokallaðri rýnivinnu vegna málsins hætt og að
ekki komi til boðaðra fjárveitinga úr sjóðum ESB inn í íslenskt efnahags- og
stjórnmálalíf. Flokksráð VG ítrekar þá afstöðu flokksins að hagsmunum Íslands sé
betur borgið utan ESB. Mikilvægt er að sú afstaða flokksins komi skýrt fram í
þjóðmálaumræðunni hvað sem líður ríkisstjórnarsamstarfi VG og Samfylkingar.
Flokksráð VG telur að það ferli sem nú er hafið samrýmist ekki þeim hugmyndum
sem lagt var upp með í samstarfi ríkisstjórnarflokkanna. Til þess að mæta kröfu um
lýðræðislegan framgang og niðurstöðu í samningaviðræðum ályktar flokksráð VG að
þegar í stað skuli teknar upp efnislegar viðræður við Evrópusambandið um
grundvallarhagsmuni Íslands. Niðurstöður þeirra viðræðna liggi fyrir ekki síðar en 1.
mars næstkomandi. Ríkisstjórn og Alþingi taki síðan ákvarðanir í ljósi þeirrar
niðurstöðu sem þá liggur fyrir.

[…]

Þessar kröfur sem flokksráð Vinstri Grænna setur fram eru fáránlegar og jafngilda ekki neinu öðru en fresta eða hætta aðildarviðræðum Íslands og ESB. Þessi yfirlýsing er ennfremur í andstöðu við stjórnarsáttmálann sem Vinstri Grænir eiga að starfa eftir í ríkisstjórnarsamstarfi Samfylkingar og Vinstri Grænna. Það er ennfremur staðreynd að Vinstri Grænir hafa á undanförnum mánuðum stöðugt brotið ákvæði stjórnarsáttmálans. Hinsvegar er Samfylkingin treg við að enda þetta stjórnarsamstarf með Vinstri Grænum á núverandi tímapunkti. Það er hinsvegar orðið augljóst að Vinstri Grænir eru gjörsamlega óhæfur stjórnmálaflokkur. Enda hafa Vinstri Grænir ekki hagsmuni almennings að leiðarljósi í þeirri stefnumótun sem á sér stað innan Vinstri Grænna.

Hvað varðar þær spurningar sem Vinstri Grænir setja fram. Þá skal ég svara þeim hérna, svo að þeir þurfi ekki að angra embættismenn Evrópusambandsins með yfirgengilegu heimskulegu spurningum sínum.

* Hvort Ísland hafi óbreytt og óskorað forræði yfir 200 mílna fiskveiðilögsögu.

Öll aðildarríki ESB hafa óskorað vald yfir sínum efnahagslögsögum í samræmi við hafréttarsáttmála Sameinuðu Þjóðanna frá árinu 1994. Hægt er að kynna sér efni þeirra sáttmála hérna, Exclusive Economic Zone (Wiki), EXCLUSIVE ECONOMIC ZONE (U.N), United Nations Convention on the Law of the Sea (Wiki).

* Hvort áfram verði í gildi sú undanþága sem Ísland hefur samkvæmt EES samningi til að takmarka fjárfestingar erlendra aðila í sjávarútvegi.

Það þarf að semja upp á nýtt um þetta atriði við ESB. Enda mun EES samningurinn falla úr gildi við inngöngu Íslands í ESB ef að henni verður. Samningaviðræður um þetta atriði munu eiga sér stað eftir að rýnivinnuni líkur á næsta ári. Þetta er sama rýnivinnan á íslenskum lögum gagnvart lögum ESB sem Vinstri Grænir vilja stöðva núna.

* Hvort Ísland haldi rétti sínum sem strandríki og fari áfram með samningsumboð
og forræði vegna íslenskrar lögsögu á sviði fiskveiða og hafréttar meðal annars með
tilliti til deilistofna.

Ísland mun halda rétti sínum sem strandríki. Hinsvegar í samræmi við sameiginlega fiskiveiðistefnu ESB (Common Fishery Policy) þá mun verða samið um deilistofna innan ESB og sameiginlegur kvóti gefinn út eftir því sem við á. Ef að það þarf að semja um kvóta við ríki sem er ekki í ESB. Þá munu þau mun ESB semja sem ein heild, þá eftir hugmyndum og kröfum Íslands sem aðildarríkis ESB eftir því sem við á. Hinsvegar er alltaf tekið tillit til hugmynda eða krafna annara aðildarríkja ESB eftir því sem við á. Það er ennfremur nauðsynlegt að benda á þá staðreynd að innan ESB þá semja aðildarríkin sín á milli um svona málefni áður en samið er við aðila sem stendur fyrir utan ESB.

* Hvort íslensk stjórnvöld hafi rétt til að takmarka og eftir atvikum banna innflutning á lifandi dýrum, hráu kjötmeti og öðrum þeim vörum sem ógnað geta hreinleika og öryggi í íslenskum landbúnaði og íslenskri náttúru.

Um þetta atriði þarf að semja sérstaklega í aðildarviðræðum. Hinsvegar mun ESB líta til sérstöðu íslenskra bústofna og það er ekkert sem stoppar það að ESB muni ekki taka undir með þeim sjónarmiðum sem eru viðhöfð á Íslandi varðandi dýrasjúkdóma og innflutning á lifandi dýrum núna í dag. Íslendingar þurfa hinsvegar að setja fram þessa kröfðu í aðildarviðræðum þegar að þeim kemur. Hvað hrátt kjöt varðar þá takmarka bretar innflutning á slíku kjöti. Þá sérstaklega ef það kemur frá löndum utan ESB/EES. Hvað varðar kjötflutning frá löndum innan ESB þá eru afskaplega litlar líkur á því að það séu gild rök fyrir því takmarka slíkan innflutning til Íslands frá þeim ríkjum sem uppfylla innflutningskilyrði ESB á slíkri vöru. Í dag flytja íslendingar ennfremur inn mikið af slíku kjöti. Eðli málsins samkvæmt er slíkt kjöt flutt inn frosið til Íslands. Vefsíður Bretlands varðandi kjötinnflutning og reglur þar að lútandi, Personal imports, http://www.food.gov.uk/foodindustry/imports/.

* Hvort Íslendingar ráði sjálfir hvernig hagað verði framleiðslustýringu í landbúnaði og geti dregið úr styrkjum og aukið þá án utanaðkomandi afskipta.

Íslendingar munu fá að ráða þessu atriði sjálfir, eins og önnur aðildarríki ESB gera núna í dag. Hinsvegar verður slík stýring að verða í samræmi við það sem Ráðherraráð ESB (kvótar, styrkir osfrv..) ákveður á hverju ári og í samræmi við Sameiginlega landbúnaðarstefnu ESB.

* Hvort Ísland geti staðið utan Evrópsku varnarmálastofnunarinnar og staðið utan við samstarf ESB á sviði varnarmála sem útheimti m.a. liðsmenn til viðbragða, friðargæslu og hernaðar.

Íslendingum er í sjálfsvald sett hvort að þeir taka þátt í EDA eða ekki. Það er ekki gerð nein krafa um slíkt innan ESB að aðildarríki ESB taki þátt í starfi þessar stofnunar. Sem dæmi þá tekur Danmörk ekki þátt í starfi þessar stofnunar og hefur ekki gert það undanfarin ár. Nánari upplýsingar, EDA (ESB), European Defence Agency (Wiki).

* Hvort Ísland haldi ótvíræðu forræði sínu og stöðu sem strandríki og sjálfstæður samningsaðili meðal ríkja á norðurslóðum.

Sjá stöðuna um strandríkið að ofan. Ísland getur samið um þau málefni sem falla utan við ESB sjálft. Hinsvegar semja aðildarríki ESB sem eitt þegar það kemur að utanríkismálum. Ef að málefni Íslands á norðurslóðum falla undir það. Þá mun ESB semja um fyrir hönd Íslands þegar það kemur að þeim málefnum. Slíkir samningar yrðu þá eftir hugmyndum og kröfum Íslendinga ef þess þarf.

* Hvort tryggt verði að íslenskir kjarasamningar gildi á íslenskum vinnumarkaði þannig að launakjör séu ekki sett á alþjóðlegan uppboðsmarkað eins og ítrekað hefur gerst innan Evrópusambandsins m.a. með ákvörðunum ESB-dómstólsins.

Þessi spurning er tómt bull. Enda hefur Ísland verið hluti af atvinnumarkaði ESB síðan árið 1994 með gildistöku EES samningins. Við aðild Íslands að ESB yrði nákvæmlega engin breyting á þeirri stöðu sem er núna ríkjandi á Íslandi varðandi atvinnumálin og launakjör á almennunum vinnumarkaði. Vinstri Grænir verða ennfremur að útskýra í hvaða mál þeir eru að tala um varðandi Evrópudómstólsins (ECJ).

Hvað varðar greinargerðina sem fylgir þessu skjali frá Vinstri Grænum. Þá er aðeins eitt um hana að segja. Þetta er óheft bull sem er gjörsamlega ómarktækt og byggir ekki á neinu nema tilfinningarökum og útúrsnúningum. Enda er gjörsamlega óásættanlegt að stjórnmálaflokkur skuli láta svona þvælu frá sér fara.

Það er ennfremur ljóst að með því að hafna aðild Íslands að ESB eru Vinstri Grænir eingöngu að hvetja til þess að efnahagslífi Íslands verði lokað eins og er núna í dag, og koma þannig í veg fyrir efnahagsbata og efnahagsstöðugleika á Íslandi til lengri tíma. Með því að koma í veg fyrir þetta tvennt er verið að dæma íslensku þjóðina til fátæktar og langvarandi atvinnuleysis og lífskjara sem munu mótast af þeim höftum sem verða til staðar á íslensku efnahagslífi á hverjum tíma fyrir sig.

Frétt Morgunblaðsins og yfirlýsing flokksráðs Vinstri Grænna.

VG tekst á um ESB-inngöngu (mbl.is)
Yfirlýsing Flokksráðs Vinstri Grænna (pdf skjal hýst á mbl.is)