Hræðslusamfélagið á Íslandi nær nýjum hæðum

Núna er orðið stórhættulegt að vinka börnum á förnum vegi í Reykjavík. Hið íslenska hræðslusamfélag hefur náð nýjum hæðum og er hreinlega orðið ekkert annað en sjúkleiki í samfélaginu sjálfu.

Hérna er dæmi úr frétt Pressunar sem var uppsprettan af þessum skrifum.

Þær upplýsingar fást hjá lögreglunni að maður á gráum bíl hafi skotið lítilli stúlku á göngu um Langholtsveg skelk í bringu með því að aka upp að henni og veifa henni. Hann mun þó ekki hafa skrúfað niður rúðuna eða reynt að lokka hana til sín heldur haldið áfram ferð sinni eftir að hafa vinkað henni út um gluggann.

En starfsmenn frístundaheimila vilja hafa vaðið fyrir neðan sig og láta lögreglu vita um allt sem vekur grunsemdir.

Hérna eru einkennin hins sjúka íslenska hræðslusamfélags farin að koma fram. Það er orðið stórhættulegt að vinka börnum í Reykjavík vegna þess að það er áltið grunsamlegt og allt hið versta er upphugsað um viðkomandi einstakling í leiðinni. Enda er þarna verið að dæma alla menn fyrirfram um að þeir séu hugsanlega barnaníðingar eða eitthvað álíka sjúkt. Það sem er þó eina sem er sjúkt þarna er hugarfarið hjá þessu fólki sem kemur með svona skipanir. Enda er augljóst að barnaníðingar eru ekki á hverju strái eins og þarna virðist hugsunarhátturinn augljóslega vera.

Bjánalegar viðvaranir eins og þessi hérna bæta ekki ástandið neitt.

Af gefnu tilefni viljum við biðja ykkur um að brýna fyrir börnum ykkar að fara ekki uppí bíla eða ræða við ókunnuga aðila. En tvö slík tilvik hafa komið upp í okkar hverfi í haust, nú síðast fyrr í dag.

Starfsfólk er meðvitað um þessi tilvik og er skylt að hringja umsvifalaust á lögregluna verði þau var við grunsamlegar manna- eða bílferðir í nágrenni við frístundaheimili okkar.

Ég mæli með því að foreldrar kenni börnum sínum að nota almenna skynsemi (ef eitthvað er eftir af henni á Íslandi). Síðan er ekkert verra fyrir foreldra að kenna börnum sínum að bjarga sér sjálf ef útí það fer. Taka strætó og þannig ef börnin hafa aldur til slíks.

Þau hræðslusamfélög sem hafa sprottið upp eins og hið íslenska hafa endað á einn af tvo vegu. Þau hafa umbreyst og hætt að vera hræðslusamfélög, þó ekki fyrr en eftir umtalsverðar hremmingar og vandræði. Seinni möguleikinn er mjög einfaldur. Umrædd samfélög leggjast endanlega af og eru ekki endurreist.

Það væri ennfremur snjallt ef þetta fólk á þessum frístundarheimilum mundi láta af því að horfa á CSI eða aðra svipaða glæpaþætti. Þar sem að þetta fólk virðist fá alvarlegar ranghugmyndir um heiminn uppúr þeim sjónvarpsþáttum.

Frétt Pressunar.

Varað við vinkandi manni í Langholtshverfi – Lögregla látin vita um alla grunsamlega menn

3 Replies to “Hræðslusamfélagið á Íslandi nær nýjum hæðum”

  1. Liðið ætti að prófa að búa hér í Tyrklandi, einkar barnelskandi þjóð. Hér er það bara eðlilegt að ókunnugir knúsi og haldi á ókunnum börnum. Engum ditti í hug að setja út á það. Þegar fólk með yngri börn taka strætisvagna, og þarf að standa, þá taka þeir sitjandi einfaldlega barnið og setja í fang sér t.d. Enda er almenn samskipti í þjóðfélaginu mjög heilbrigð og vinaleg án nokkurar tilgerðar.

  2. Ég er mjög svo sammála þér, það þýðir ekki að láta hræðslu við eitthvað mjög ólíklegt eyðileggja samfélagið. Þar að auki er það mjög fátítt að ókunnugir nýðist á börnum, miklu algengara er að fjölskyldumeðlimir geri það. Til að vera samkvæmt sjálfu sér þyrfti þetta frístundaheimila fólk að vara við þeirri hættu sem börn eru í heima hjá sér.

  3. Þessi færsla er algjör perla og ótrúlega grínaktug. Enda það eina sem hægt er að gera er að brosa og gera grín að þessu. Ég er að reyna að átta mig á greiningunni í DSM IV, er ennþá að fletta….

Lokað er fyrir athugasemdir.