Björn Bjarnarson þekkir ekki til aðildarviðræðna Króatíu og ESB

Það er ekki ofsögum sagt að ný-frjálshyggjumenn Íslands séu óheiðarlegir og tilbúnir að nota hvað sem er til þess að blekkja fólk. Enda er það þannig að fullyrðingar Björns Bjarnarsonar eru oft á tíðum ekkert annað tóm þvæla og rúmlega það. Í nýlegri grein á Evrópuvaktinni, sem er vefur sem Björn Bjarnarson og Stymir reka gegn ESB aðild Íslands. Á þessum vef heldur Björn Bjarnarson ýmsu fram er varðar ESB og starfsemi þess innan Evrópu. Í öllum tilvikum þá eru fullyrðingar Björns rangar eða einfaldlega bara uppspuni frá rótum, eða jafnvel bæði.

Í grein sem Björn Bjarnarson birtir um aðildarviðræður Krótatíu og ESB heldur hann þessu hérna fram.

ESB-aðlögun Króata gengur svo illa, að ekki er lengur rætt um dagsetningar varðandi aðild þeirra. Þá er meirihluti Króata einfaldlega andvígur aðild að Evrópusambandinu samkvæmt könnun Gallups. Króatar óttast að verðmætt land á strönd landsins verði selt og einnig að ESB muni skipta sér af ferðamannaþjónustu og fiskveiðum á nær 1000 km langri Adríahafsströnd landsins. Ríkisskuldir Króatíu eru um 37% af landsframleiðslu sem er mun lægra hlutfall en hjá Írum, Grikkjum, Spánverjum og Portúgölum, vandræðabörnum ESB. Króatar vilja ekki lenda í samskonar skuldasúpu og þessar evru-þjóðir.

Þetta sem ég feitletra hérna er einfaldlega rangt. Eins og annað sem er að finna í þessari grein hjá Birni Bjarnarsyni um aðildarviðræður Krótatíu og ESB. Hið rétta er að um þessar mundir eru fleiri króatar óákveðnir heldur en á móti ESB aðild Króatíu samkvæmt könnun Eurobarmeter vorið 2010. Árið 2005 var þetta hinsvegar ekki svona, en þá var örlítill meirihluti Króata gegn ESB aðild Króatíu. Hægt er að kynna sér þá könnun hérna. Nýjasta könnunin sem var framkvæmd af Eurobarmeter núna í Maí 2010. Þar kemur fram að stuðningur við ESB aðild Króatíu hefur fallið niður í 31% sem er lægsta hlutfallið sem komið hefur fram í mörg ár. Slíkt þýðir auðvitað ekki að meirihluti króata sé andvígur ESB aðild Króatíu. Enda er hlutfall óákveðinna 38% gegn 26% sem telja að aðild Króatíu mundi gagnast króötum. Hægt er að skoða þessa könnun hérna, og allar kannanir sem Eurobarmeter hefur gert í Króatíu hérna. Þrátt fyrir ég leitaði vandlega af umræddri könnun sem Björn Bjarnarson talar um, þá fann ég umrædda könnun ekki.

Í dag er staðan hinsvegar þannig að allar líkur eru á því að króatar muni samþykkja aðilda Króatíu að ESB þegar aðildarsamningurinn verður settur í þjóðaratkvæði, en það mun líklega gerast árið 2011 eða 2012. Nýr Forseti Króatíu að koma landinu inn í ESB (sjá hérna) og á því vann hann forsetakosninganar í Króatíu þegar þær voru haldnar síðast.

Hvað ný-frjálshyggju menn eins og Björn Bjarnarson þá er það mín skoðun að þurfi að fara í lögreglurannsókn sem fyrst og það þarf einnig að draga þá fyrir landsdóm (þar sem það á við) og dæma þá fyrir verk sín þar. Það síðasta sem íslendingar þurfa eru ráðleggingar ný-frjálshyggjunnar varðandi ESB og ESB aðildarviðræður Íslands. Sérstaklega í ljósi þess ný-frjálshyggjan hefur gert Ísland gjaldþrota og valdið íslendingum búsifjum næstu áratugina með glæpsamlegri hegðun sinni og svikum.