Sólheimum í Grímsnesi lokað af stjórninni

Ég sé að sjálfstæðismenn eru að gera sér fréttamat úr hugsanelgri lokun Sólheima í Grímsnesi. Það sem er þó áhugavert er sú staðreynd að sjálfstæðismenn eru að snúa þessu upp á ríkisstjórnina sem þó tryggði Sóheimum fjármagn á fjárlögum næsta árs.

Þeir sem ákváðu að loka Sólheimum eru stjórn Sólheima í Grímsnesi og því bera þeir alla ábyrgðina, ekki Samfylkingin og ekki ríkisstjórn Íslands.

Þessi staðreynd kemur mjög vel fram í frétt Morgunblaðsins.

Fulltrúaráð Sólheima í Grímsnesi hefur samþykkt að heimila framkvæmdastjórn heimilisins að segja upp þjónustu við fatlaða ásamt ráðningarsamningum, leigusamningum og öðrum skuldbindingum. Skipað verður áfallateymi til að hjálpa íbúum og aðstandendum að takast á við óvissuna sem þessu fylgir.

Ástæðan er þrískipt. Í fyrsta lagi vegna þess að framkvæmdastjórn Sólheima telur þær fjárveitingar sem heimilinu er ætlað á fjárlögum næsta árs dugi alls ekki fyrir rekstrinum. Í öðru lagi vegna þess að Sólheimar hafi ekki fengið mat á þjónustuþörf fatlaðra í 8 ár, þrátt fyrir að lög kveði á um að það slíkt mat skuli framkvæmt árlega. Í þriðja lagi lítur stjórn Sólheima svo á að það starfsumhverfi sem Sólheimum verði boðið upp á, verði lögin um flutning málefna fatlaðra frá ríki til sveitarfélaga samþykkt óbreytt, henti alls ekki stöðu Sólheima.

[…]

Feitletrun mín. Tekið héðan (mbl.is).

Þeir sem vilja mótmæla þessari lokun Sólheima í Grímsnesi þurfa því að beina mótmælum sínum að framkvæmdastjórn Sólheima í Grímsnesi til þess að koma í veg fyrir þessa lokun á staðnum. Það er gagnlaust að hlusta á sjálfstæðisflokkinn í þessu tilliti. Enda notar sjálfstæðisflokkurinn þetta mál eingöngu til þess að hefna sín á núverandi ríkisstjórn sem hefur ekkert með þessa lokun að gera eins og kemur hérna að fram að ofan.