Kærunar gegn stjórnlagaþingskosningum

Mér sýnist á öllu að kærunar vegna kosninganna til stjórnlagaþings helst vera óheiðarleg tilraun til þess að koma í veg fyrir að stjórnlagaþingið verði haldið á Íslandi. Enda er augjóst að ef Hæstiréttur Íslands dæmir gægn stjórnlagaþingskosningum þá eru þær ógildar og í kjölfarið verður ekkert stjórnlagaþing.

Enda virðast kærunar um stjórnlagaþingið helst snúast um eitthvað sem skiptir ekki neinu máli, eða atriði sem voru ekki áætluð inn í lögin um stjórnlagaþingskosnignanar.

Úr frétt Rúv.

Kærurnar fjalla flestar um það sama, það er, að gallar hafi verið á fyrirkomulagi kosninga til stjórnlagaþings. Þar segir að kosningaleynd og aðbúnaður í kjörklefum hafi verið ófullnægjandi. Sett er út á kjörseðla og kjörkassa svo eitthvað sé nefnt. Þá er gerð athugasemd við að umboðsmenn frambjóðenda hafi ekki verið tilnefndir.

Í Alþingiskosningum þarf hver listi að hafa umboðsmenn en hlutverk þeirra er að gæta hagsmuna þeirra sem eru í framboði. Það sama hljóti að eiga við um kosningar til stjórnlagaþings. Þeir sem hafa lagt fram kærur segja að þetta sé í ósamræmi við það sem kalla mætti opnar og lýðræðislegar kosningar. Hæstiréttur mun skera úr um þessi atriði á allra næstu dögum og það er mikið í húfi. Stjórnlagaþingið verður blásið af, ef niðurstaða Hæstaréttar verður á þá vegu að ekki hafi verið staðið rétt að kosningunum.

Þetta er að því mínu áliti ekkert annað en tilraun til þess að stoppa Stjórnlagaþingið á Íslandi í eitt skipti fyrir öll. Enda hafa margir á Íslandi mikla hagsmuni af því að ekkert verði úr stjórnlagaþingu.

Frétt Rúv.

Kærur vegna stjórnlagaþings

5 Replies to “Kærunar gegn stjórnlagaþingskosningum”

  1. sæll Jón –

    ósammála.
    marktækar kosningar eiga að standast lágmarkskröfur.
    og ef það reynist td. rétt að hver kjörseðill hafi haft einstakt strikamerki, þýðir það að hann er rekjanlegur til einstaks kjósanda og gerir kosningrnar sjálfkrafa ógildar.

    fleiri atriði mætti nefna, ss. ónóga kynningu, flókið fyrirkomulag kosninga, óeðlilega mörg ógild atkvæði (menn eru að vísu ekki sammála um þetta atriði).

    íslenskir blaðamenn hafa ekki haft áhuga á að skrifa neitt um þessar kærur í smáatriðum, hverju sem það nú sætir.

    Ísland er líka of fáennt til að rafrænar kosningar séu einhver nauðsyn, þó að þetta hafi ekki verið fullkomlega rafrænar kosningar í þeim skilningi.

    hvar var alþjóða eftirlitsnefndin?

      1. það á að hafa verið aftaná hverjum seðli.
        mér datt ekki í hug að kíkja aftaná minn.
        veit ekki hvort þetta er satt, en amk. er eitthvað undarlega hljótt um nákvæm kæruatriði, hverju sem það er að kenna

  2. Það er samt nákvæmlega ekkert sem segir að hægt sé að rekja fólk með þessum strikamerkjum.

    Mér þykir sú fullyrðing afskaplega vafasöm og byggjast á ekki neinu nema tómri þvælu.

Lokað er fyrir athugasemdir.