Kærunar til stjórnlagaþingsins

Ég hef verið að skoða frekar þetta mál með kærunar til Stjórnlagaþingsins. Það sem vekur áhuga minn í þessu máli er þessi hérna staðreynd. Kærunar um stjórnlagaþingið komu ekki fram fyrr en á næst síðasta degi og síðan á síðasta degi sem hægt var að kæra þær til Hæstaréttar Íslands.

Þær fullyrðingar sem voru lagðar fram í þessum kærum eru margar hverjar afskaplega vafsamar að mínu mati. Ég mun fjalla um þær síðar og að meiri nákvæmni.

Tvær af kærunum vegna stjórnlagaþingsins komu fram á næst síðasta degi innan kærufrestsins sem var tvær vikur. Síðasta kæran kom fram á síðasta deginum. Þessir dagar eru 15. Desember 2010 og 16. Desember 2010. Þetta er það sem ég kemst næst. Í öllum fréttum kemur fram að kærendur eru ekki sérstakir aðdáendur Stjórnlagaþingsins. Það eru því líkur á því að forsendur kærunar hafi ekki verið virðing fyrir lögum um framkvæmd kosninga til Stjórnlagaþingsins, heldur að hérna hafi aðrar hvatir átt sér stað þegar kosningar til stjórnlagaþings voru kærðar til Hæstaréttar Íslands.

Það er einnig spurning hvort að Hæstiréttur hafi verið heimilt að dæma þessar kosningar ólöglegar. Séstaklega ef að í ljós kemur að kærunar voru byggðar á vafasömum forsendum þeirra einstaklinga sem lögðu þær fram.

Fréttir af þessu frá 15 og 16 Desember 2010.

Kosning til stjórnlagaþings kærð: Farið fram á ógildingu (eyjan.is)
Kærir framkvæmd kosninga (mbl.is)
Kjósandi kærir framkvæmd við stjórnlagaþing (DV.is)
Frambjóðandi kærir (Rúv.is)
Kærur vegna stjórnlagaþings (Rúv.is)

One Reply to “Kærunar til stjórnlagaþingsins”

Lokað er fyrir athugasemdir.