Athugasemd á Silfri Egils á Eyjunni

Ég rakst á eftirtalda athugasemd á eyjan.is.


Athugasemdin er tekin héðan. Smellið á myndina til þess að fá læsilega stærð.

Síðan er fólk á Íslandi hissa yfir því að ekkert breytist. Það er nefnilega staðreynd að ekkert mun breytast ef að fólk heldur áfram að kjósa spillta stjórnmálaflokka eins og þessi maður ætlar sér greinilega að gera. Fólk sem hagar sér svona hefur nákvæmlega engan rétt á því að kvarta yfir stöðu mála á Íslandi. Sérstaklega þegar það gerir ekkert til þess að breyta stöðunni. Breytingar hafa alltaf krafist þess að einhverju sé fórnað. Það er alveg kominn tími á það að íslendingar losi sig við spillta stjórnmálamenn. Það er hinsvegar alveg ljóst að það mun ekki gerast svo lengi sem ekki er vilji til þess að breyta hlutunum hjá íslendingum. Það nefnilega skilar ekki neinu að röfla um hlutina eins og íslendingar hafa verið að gera síðan efnahagur íslendinga hrundi árið 2008.