Gjörspilltur fyrrverandi ráðherra tjáir sig. AMX og Icesave

Ég sé að Björn Bjarnarson fyrrverandi dómsmálaráðherra tjáir sig um úrskurð Jafnréttisráðs vegna ráðningar í embætti hjá forsætisráðuneytinu. Það þarf ekki að fara mörgum orðum um þessa vitleysu sem kemur frá Birni Bjarnarsyni. Enda er þar á ferðinni maður sem hefur aldrei farið eða látið gera faglegt mat þegar það kom að ráðningum í íslenska stjórnsýslu þegar hann var ráðherra. Reyndar hefur allur embætissmannaferill Björns Bjarnarsonar verið eitt stórt vanhæfni og spilling. Þannig að þessi gagnrýni hans Björns er ekkert nema rugl útí loftið og gjörsamlega ómarktækt með öllu.

Frétt um þetta.

Fyrrum ráðherra: Jóhanna mesti gervibaráttumaður sem ég hef kynnst: Mögnuð veruleikafirring (Framsóknar Pressan.is)

AMX og Icesave

Ég sé að AMX segir að þeir sem styðji Icesave eigi að koma með kreditkortin sín svo að þeir geti borgað það. Ég er með miklu betri hugmynd. Það á að gefa úr reikning og senda á Davíð Oddsson, Hannes Hómstein, Geir Haarde og fleiri sjálfstæðismenn ásamt Björgólfsfeðgum vegna þessa Icesave máls. Síðan má auðvitað ekki gleyma AMX. Það þarf líka að senda reikningin á þá. Enda eru þetta helstu varðhundar þessara manna sem ég tel hérna upp og sem slíkir þá bera þeir einnig ábyrgð á þessu Icesave máli. Það má ennfremur ekki gleyma þeirri staðreynd að Davíð Oddsson skrifaði undir Icesave skuldbindinguna árið 2008. Þetta fólk vill þó lítið kannast við þá staðreynd, þar sem það hentar ekki málflutningi þeirra.