Íslenska geðveikin nær hámarki, sérsveitin send á 12 ára gamlan dreng (Uppfært, fréttin var frá árinu 2009 en ekki 2011)

Ruglið á Íslandi er búið að ná nýjum hæðum. Það er ekki nóg að allir karlmenn á Íslandi séu barnaníðingar. Heldur eru börn núna orðin harðsvíraðir glæpmenn sem ganga með byssur og drepa fólk.

Þetta virðist allavegana vera raunveruleikinn á Íslandi miðað við þær fréttir sem maður er að lesa í íslenskum fjölmiðlum. Enda virðast viðbrögðin við tilkynningum á Íslandi vera yfirgengileg og oft á tíðum bjánaleg. Í stað þess að athuga málið fyrst með almennilegum hætti þá er sérsveitin strax send á vettvang að óathuguðu máli og án þess að nokkur innan lögreglunar staðfesti að viðkomandi tilkynning sé rétt en ekki bara einhver della frá taugaveikluðum íslending sem er að fara yfir um af stressi þennan daginn (það tekur á að þurfa að þykjast* allan daginn). Það virðist sem svo að sérsveitin hafi ekki einu sinni fyrir því að athuga hvort að eitthvað sé til í tilkynningum taugaveikaðra íslendinga sem eru búnir að horfa á aðeins og margar bandarískar bíómyndir heima hjá sér.

Hérna er lýsing úr fréttum Stöðvar 2.

Allt tiltækt lögreglulið var kallað í Lágmúla um þrjú leitið í gær. Vopnaðir sérsveitarmenn voru fremstir í flokki. Tilkynnt hafði verið um vopnaðan mann.

Á sama tíma sat þessi ungi maður, Sindri Snær í framsætinu a Wolkswagen golf bifreið mömmu sinnar þar sem henni hafði verið lagt fyrir utan Lyfju. Sindri var að bíða eftir mömmu sinni og lék sér með leikafangabyssuna sína á meðan.

Skyndilega voru allar hurðir bílsins rifnar upp. Tveir sérsveitarmenn hentu sér í aftursætin, einn í framsætið og þrír veittust að Sindra þar sem hann sat stjarfur af hræðslu. Þeir beindu skammbyssum að honum og skipuðu honum að fara úr bílnum. Þegar Sindri gerði það var hann lagður í jörðina og höndum hans haldið fyrir aftan bak.

„Síðan spurðu þeir allt í einu þegar ég lá í jörðinni hvað ég væri gamall, ég sagðist vera tólf ára,“ segir Sindri.

Lögreglumönnum hafi brugðið við þetta. Enda bjuggust þeir við vopnuðum manni, ekki vopnlausu barni. Mamma hans Sindra kom á staðinn skömmu síðar og var meira en lítið brugðið.

„Ég trúði því ekki þegar ég sá lögreglumennina og hélt að þeir væru að skamma hann og hefðu tekið byssuna.“

Þessi viðbrögð lögreglunnar og sérsveitarinnar eru gjörsamlega yfirdrifin. Þar sem þeim virðist það hafa verið gjörsamlega ómögulegt að athuga aðstæður áður en þeir gripu til svona ofsafenginna aðgerða eins og þarna voru gerðar.

Til að toppa bjánaskapinn og vitleysuna. Þá tók sérsveitin leikfangabyssuna. Hvað ætla þeir að gera við hana ? Þetta er ekki vopn og alls ekki ólöglegt. Það er augljóst að sérsveit lögreglunar skuldar þessum dreng og fjölskyldu hans afsökunarbeiðni og þeir verða þar að auki að skila leikafangabyssunni aftur til drengsins.

Frétt Stöðvar tvö.

Tólf ára með áverka eftir sérsveitarmenn (Vísir.is, frétt frá árinu 2009)

* Þykjast vera, flottur, ríkur eða eitthvað af hinu ruglinu sem íslendingar reynda að vera en tekst samt engan veginn að vera það.

Uppfært: Ég tók eftir því við nánari skoðun að þessi frétt er frá árinu 2009. Það gerist því miður hjá manni að maður les svona gamlar fréttir en mistekur þær fyrir nýjar. Þetta breytir þó ekki skoðun minni á ástandinu sem ríkir á Íslandi. Þó svo að þetta atvik hafi í raun gerst árið 2009, en ekki árið 2011 eins og ég taldi vera raunina. Ég hinsvegar biðst afsökunar á því að hafa skrifað um svona gamla frétt. Ég vona bara að það komi ekki fyrir aftur og ég mun bara vanda mig betur næst.

Texti uppfærður klukkan 16:40 CEST þann 28. Mars 2011.