Óheiðarlegir fjárglæpamenn vilja íslenskan ríkisborgararétt – Hluti I

Ég sá í fréttum að afskaplega óheiðarlegur hópur vill kaupa sér leið að íslenskum ríkisborgararétti í nafni fjárfestinga. Á meðan ég er almennt hlynntur fjárfestingum þá er ég á móti svona misnotkun á kerfinu. Sérstaklega í ljósi þess að það er almennt ekki einfalt að ríkisborgararétt á Íslandi og stjórnvöld virðast almennt gera heiðarlegum innflytjendum erfitt fyrir að flytja til Íslands til þess að búa á Íslandi og starfa.

Ég er ennþá að afla mér upplýsinga og það mun taka talsverðan tíma að gera það. Hinsvegar eru þær upplýsingar sem ég hef verið að finna lofa ekki góðu varðandi heiðarleika þessa fólks.

Hérna er það sem ég hef aflað mér upplýsinga um nú þegar.

Aaron Robert Thane Ritchie (Thane Ritchie) – Dæmdur fyrir verðbréfasvindl í Bandaríkjunum. Sættist við yfirvöld og borgaði sektir. Sjá hérna,
SEC Charges Ritchie Capital Management, CEO and Other Employees for Illegal Late Trading Scheme,
UNITED STATES OF AMERICA Before the SECURITIES AND EXCHANGE COMMISSION

Sandra Jean Houston – Virðist vera tengd inn í ýmisskonar lyfja svindl (hómopata og annað slíkt). Ég er þó ennþá að staðfesta upplýsingar um viðkomandi.

Í vinnslu hjá mér.

Rodney Chadwick Muse
Patrick Charles Egan
David Joseph Steinberg
Christopher Bailey Madison
Calvin Wilson
Alexei Viktorovich Maslov
Peter Kadas
Patrick Holland

Ég mun skrifa meira um þetta fólk eftir því sem ég afla mér frekari upplýsinga um það.

Það er ennfremur alveg augljóst að það er ekkert nema spilling sem Róbert Marshall stendur í, sem og aðrir í Allsherjarnefnd Alþingis ef það gefur þessu fólki íslenskan ríkisborgararétt með þessum hætti. Það reyndar er alveg stórvafasamt að Allsherjarnefnd skuli í raun hafa þetta mál til meðferðar nú þegar. Enda er augljóst að málsmeðferð Allsherjarnefndar Alþingis á þessu máli er ekki eðlileg við fyrstu skoðun.

One Reply to “Óheiðarlegir fjárglæpamenn vilja íslenskan ríkisborgararétt – Hluti I”

  1. Það væri einnig gaman að komast að því hvort þessir menn hafi ríkisborgararétt í fleiri en einu landi.

    Verður gaman að sjá hvort þú komist að einhverju fleiru um þessa aðila.

    Kveðja, Jóhann

Lokað er fyrir athugasemdir.