Fáránlegt bann á dýrum

Á Íslandi gildir fáránlegt bann gegn ákveðnum hópi dýra. En sú dýrategund sem um ræðir hérna eru skriðdýr hverskonar. Þá er átt við eðlur, snáka og skjaldbökur og fleira í þeim dúr. Einnig sem að ákveðin gerð af skordýrum er bönnuð hérna á landi. Í lögum um þessi dýr þá er ekki tekið tillit til þess hvort að dýrin eru banvæn eða ekki. Þau eru bara bönnuð án nokkrar ástæðu og raka. Ástæður fyrir þessum banni má rekja til þess að sínum tíma þá vissu Íslendingar afskaplega lítið um þessi dýr, og í staðinn fyrir að nálgast málið með skynsömum hætti á sínum tíma. Þá var ákveðið að banna öll þessi dýr á einu bretti. Þó svo að augljóst má vera að þessi dýr hvorki þrífast eða geta lifað útí náttúrunni hérna á landi.

En öll dýr með kalt blóð þurfa vel yfir 20 gráðu hita bara til þess að getað hreift sig. Og stóran hluta af árinu er alltof kalt til þess að þessi geti gert nokkuð af sér, þó svo að þau sleppi út.

Korn snákur er rándýr eins og allir snákar, en ekki eitraður.

Það er kominn tími til þess að lögum um bann á innflutningi á skriðdýrum verði breytt og dýrahald á skriðdýrum verði leyft. Þessi lög eru steingervingar og hafa lítið með raunveruleikan að gera.

Tengist frétt: Snákur finnst við húsleit á Egilsstöðum